Fríkirkjan - 01.03.1899, Side 2

Fríkirkjan - 01.03.1899, Side 2
34 Úr gröfunum opnuðum ganga þá fram þeir, sem guðs verða taldir með lijörð. Lyptum anda í hæðir með heilagri von, vort hj/ilpræði koma mun skjótt, hinn elskaði, föðursins eingetni son, með englanna skínandi drótt. Sjá, hann birtist brátt:,:; þá upprennur guðsríkið, göfugt og liátt, en gengin er tímanna nótt. Hitning'in ein. Kenning Jesú Krists, spámanna hans og postula, eins og htín er framsett í hinurn helgu bókunr gamla og nýja testa- mentisins, er uppspretta hins sanna kristindóms. Frá þessari uppsprettu runnu á hinum fyrstu tímum kristninnar lækii- lifandi vatns tít um löndin, til þess að frjófga þau og framleiða nýtt líf meðal þjóðanna, sem áður var óþekkt í heiminum. Frá þessari uppsprettu ættu að renna enn í dag lækir lifandi vatns, frjófgandi, endurnærandi, umskapandi hjörtu og líf einstakra manna og heilla kynslóða; því að allt, sem er fagurt, liáleitt og gott í lífi mannanna, á annaðhvort beinlinis rót sína að rekja til hennar, eða það lieigast af henni og fullkomnast. En það var því miður ekki lengi að þessi alhreina upp- spretta fékk að njóta sín og veita lækjum sínum fögrum og tærum tít um mannlííið. Sarnan við þá læki tóku brátt að renna ýmsir aðrir iækir, sem komu tír ftíainýrum og forar- tjörnum spilltrar veraldar; iækirnir frá uppsprettu sannleikans urðu brátt saurgaðir af margvíslegu vatnsrennsli frá uppsprettu lyginnar, og það meira og meira eptir því sem aldir liðu, uns kristindómur þjóðanna hafði eigi annað neyzluvatn, en hina gruggugu og ógeðslegu ýldulæki páfadómsins. Kristin- dómurinn varð þá líka iítið annað en sambiand af margvíslegri hjátrtí og hindurvitnum. Eptir því sem klerkavaldið fór vaxandi, fór sannur krist-

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.