Fríkirkjan - 01.03.1899, Síða 5
37
miklu fremur í postillum eða hugvekjum, enn i ritningunni
sjálfri. En hversu góðar sem slíkar hækur kunna að vera,
þá er þó aldrei fyrir að synja að í þeim kunni ýmislegt að
vera miður rétt, og er þá miklu hollara að lesa sem optast í
ritningunni. Að hinum bókunum ólöstuðum er liiín þó bezt.
Vér verðum eigi dærndir, þegar að því kemur, eptir því,
sem stendur í þessari eða hinni postillunni, heldur eptir guðs
orði. „Það orð, sem eg hef taiað, mun dæma hann á efsta
pegi“ (Jóh. 12, 48.). En þetta orð, orð iífsins, orð dómsins
geymir ritningin ein.
Eiga kirkjugjöldin að vera frjáis?
Það mun kallast eigi lítill vandi að kveða á um það, hvort
kirkjugjöldin eigi að vera frjáls tiiiög saínaðanna eða iögákveð-
in tillög. Þó er þessi spurning ein hin þarfasta af því, er
b kirkjumálum við kemur og vel þess verð að henni só gaumur
geflnn. Flestum mun þykja eigi iítil hætta á því, að svipta
kirkjuna algjörlega hinni opinberu fjárstoð. Og það er ef tii vill
það atriði, sem einna mest stendur í vegi fyrir leysingu kirkj-
unnar frá ríkisvaldinu. En eins og eg get eigi nógsamlega
prísað það, að fríkirkju-fátið hefur enn eigi komið því til veg-
ar, að kirkjan öll í heild sinni, með vilja og án vilja, hafl
verið leyst frá ríkinu með einu „skilnaðar“-lagaboði — sem
engri átt nær —, eins get eg ekki stillt mig um að láta í
ljósi þá skoðun mína og trú, að engin hætta muni því búin,
að gefa kirkjunni, hvort heldur einum söfnuðf eða fleirum,
„skilnaðar“-bréf, þegar hún beiðist þess, þótt eigi sé um leið
stungið peningasjóði eða landssjóðsávísun (pensíón) í vasa
hennar. Þar með sýnist eigi endilega þurfa að binda með
öllu fyrir það, að einstaka fámennur og fátækur söfnuður geti
fengið styrk eptir samkomulagi þings (landssjóðs-forráðenda),
eins í því efni sem i öðrum greinum.
Það var ekki hinn eiginlegi tilgangur minn að rita um
þessa hlið m;ilsins, heldur sá, að láta í ljósi þá skoðun mína,