Fríkirkjan - 01.03.1899, Blaðsíða 11
42
Píslartól rannsóknarréttarins voru óendanlega margvísleg,
og má með sanni segja að mörg af þeim lýstu djöfullegu
hugviti. Hér skal að eins nefndur Maríukossinn.
Píslarfærið var myndastytta af „guðs móður“, er að fram-
an var búin hvössum nöglum og hnífum. Fram fyrir þetta
iíkneski var „hinn seki“ leiddur, og áminntur um aðjátasekt
sína. En fengist hann ekki til þess, þá var hann færður fast
að því; en handleggirnir voru hreifanlegir og vöfðust þá utan
um hann, svo að hnífarnir og naglarnir gengu inn í brjóst
hans.
Auk þessarar hamslausu fégirndar og grimmdar, sem
rannsóknardómendurnir beittu, voru aðrar svívirðingar engu
minni. Flest er hulið í myrkrunum; en svo mikið er þó upp-
lýst með sögulegum vitnisburðum, ,að þeir beittu hinu ógur-
lega og óguðlega valdi sinu einnig til að svala holdsfýsn sinni.
Þegar svartmunkaklaustrið í Aragon var tekið með.valdi af
munkunum í spánska erfðastríðinu (árið 1707), þá fundust þar
alls 400 fangar; en meðai þeirra voru 60 ungar og fríðar döm-
ur, sem þrír hinir æðstu rannsóknardómendur höfðu náð á sitt
vald af öðrum ástæðum en þeirri, að þær væru grúnaðar um
villutrú.
[Nord. Conv. Lex.; Jesu Profetier].
Jóhann Húss.
Jóhann Húss* er fæddur árið 1373 í þorpinu Hussinecz í
Bæheimi. Faðir hans var fátækur bóndamaður af Czecha
kyni, og dó hann meðan Húss var á ungum aldri. En rnóðir
hans, sem var guðhrædd kona og áleit iærdóm og guðsótta
vera hina beztu eign, gjörði allt sem hún gat til að afla syni
sínum menntunar, og að síðustu kom hún honum á háskólann
í Prag.
Þess ei- getið, er hún fylgdi syni sinurn þangað, að hún
hafði með sér gjöf til 'að gefa skólastjóranum, eins og siður
it
*) Sjá mynd í no. 2,