Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 1

Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 1
 XÆ-Á.HST-A-Ð.A-K.XII'X TIL STUÐNINGS FRJÁLSKI KIRKJU OG FRJÁLSLYKDUM KRISTINDÓMI munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gjöra . yður frjálsa.“— Kriatur. 1902. MAÍ. 5. BLAÐ. Nú brosa hvert til annars. (Eptir B. S. Ingemaim).* HÚ brosa hvert til annars hin fögru blóm um frón og íuglar sér með gleðisöngvum leika; nú skepna hver á jörðunni hefur upp sjón, með hús sín á baki sníglar kraika. Þeim minnsta ormi’ á jörðu sitt líknarskjólið lér hinn ljúfi guð, sem fæðir allt og klæðir; en mest á börnum mannanna ást hans þó er; guð andar á brá, er tárið mæðir. í jötu sjálfur guðsson var lagður lágt á strá, sem lítið barn, er enga vöggu hefur. Nú blessar hann með guðsfriði börnin vor smá, og blómin úr paradís þeim gefur. Guðs sonur blítt oss ann; hann er barnavinur kær, og börnum lyptir guðs að sæti háu. Þótt hastaði’ hann á storminn, þótt hlýddi’ honum sær, hin hlæjandi börn víð brjóst hans lágu. Ó, þú sem oss réðst blessa og börn tókst þér í fang, vór brátt þig fáum sjá í himna gleði. Til himins oss þú kenndir að hefja vorn gang — þér himinn og jörð æ lofgjörð kveði. *) Áður komin í „Sameinmguími“ þýðing eptir síra ðlattías Jochúmsson.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.