Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 13

Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 13
77 nöfnum annara þeirra, sem bezt gengu fram í að drepa land- spílalann. Vörðurinh. > <) Það vakti eigi litla eptirtekt á síðastliðnum vetri, er nokkr- ir mern og konur tóku sig saman um að vera til skiptis á varðbergi úti fyrir aðal-vínsölustöðvum Reykjavikur, til þess að reyna að aptra mönnum frá að fara þangað inn. Eðlilega var allra fyrst og einkanlega tekinn fyrir hinn gamli og alræmdi veitingastaður, sem stendur í miðbiki bæj- arins og þegar fyrir löngu hefur fengið svo illt orð á sig, að hann er almennt kallaður „svínastia". Nú hefur að vísu í stað hins gamla kofa, er upphaflega var nefndur þessu nafni, verið reist hátimbruð höll og mikil; en nafnið ætlar að loða við hana lika; enda er þar athæfið allt hið sama og aðsóknin eðlilega að sama skapi meiri, sem húsið er nú reisulegra og gestirnir kunna betur við sig inni í svona fínni stofu. Þegar þessi nýi dýrðar(!) staður var opnaður á síðast- liðnu hausti, þá mátti með fullum sauni segja, að það var engu líkara enn að fjandinn færi í svínin; svo mikil varð að- sóknin, svo æðisgenginn drykkjuskapurinn. Fyrsta kvöldið komu' þar inn að sögn 500 krónur, og mörg kvöld munu síðan hafa gjörzt svipuð því. Og þetta er allt eða mestmegnis frá fátækustu fáráðlingum bæjarins, sem ef til vill eru á sveit eða liggja við sveit og eiga heima konur og börn, vitanlega hungraðar og hálfnaktar fjölskyldur. Þegar maður hugsar um þessa veitingastaði, sem reynast svo mörgum ólyfjan og agn til eymdar og svívirðingar, og hugsar um veitingamennina og þjóna þeirra, er bíða við kranann, reiðubúnir tii að úthella straumum, er freyða böli og eymd inn á svo mörg heimili, þá hlýtur manni ósjálfrátt að koma til hugar gamla erindið: Andskotinn bíður búinn þar, í bálið vill draga sálirnar. Þetta er svo líkt hinum gamla erki-óvini. Yflr öllum „svínastíu‘''-dyrum ætti að vera letruð hin

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.