Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 14

Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 14
78 ægilega yfirskript, sem skáldiö Dante lætur standa yfir porti helvitis: Per me si va nella cittá dolente! Per me si va nell’ eterno dolore; per me si va per la perduta gente. *) Og í raun og veru er þessi yfirskript yfir öllum slíkum dyrum, skrifuð með glötuðum lífskrapti kynslóðanna og tárum saklausra kvenna og barna. En hvað skal segja? Veitingamennirnir eru heiðvirðir menn! Staða þeirra er jafn heiðarieg eins og hver önnur Jög- leg atvinna! En sú napra „ironi", sem löggjöf vor inniheldur um sjálfa sig í þessari grein, t. a. m. þar sem stendur i lögreglusam- þykkt Reykjavíkur, að á almennum veitingastað rná eigi „sýna af sér ósæmilega eða hneykslanlega hegðun". Löggjöfin opnar „svínastíurnar", gróðrarstiur allra hneyxlana og alls ósæmis, með einu orðinu; en með öðru orðinu friðhelgar hún þær og frá- skilur öllu ósæmilegu og hneyxlanlegu(!). Hér skal eigi lengra farið út í þessar sakir, en vikið að því, sem fyr var frá horfið, að „vörðurinn" vakti eptirtekt mikla, og var nálega ekki um annað rætt fyrst í stað en þetta fyrir- tæki. Skiptist borgin í tvær sveitir; sumir töldu þetta því nær óhæiu; en flestir góðir menn munu þó hafa verið því hlynntir og talið það hið mesta þarfaverk. Menn skyldu nú ætla að engum hefði verið þetta kærara enn sjálfum lögreglustjóranum. En það er ekki að sjá sem honum hafi verið það geðfelt, þvi hann jafnvel amaðist við konum, e-r voru úti fyrir veitingahúsinu í þessu slcyni, og vis- aði þeirn á brott. Og síðan hefur hann eptir ósk veitinga- *) Lauslega þýtt: Ef þú gengur í gegnum mig, gengurðu inn í harma borg; ef þú gengur í gegnum mig, gengurðu inn í böl og sorg. Ef þú gengur i gegnum mig, gengurðu’ á eilífa þrauta slóð; ef þú gengur í gegnum mig, gengurðu inn í dæmda þjóð.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.