Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 4

Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 4
68 ara. En eg vissi að enginn þeirra mundi komast hjá mér, þótt eg léti þá bíða enn nokkra daga. — Þetta var nú sá fyrsti i hópn- um. Hann hafði opt hlegið kuldahlátur, þegar talað var um, hversu ægilegur eg væri, og sagt með karlmennsku bragði: Jú, eg held maður sé ekki smeikur við dauðann. llsiim hélt J)á sem sé að eg- væri langt í burtu. En það varð annað uppi á teningnum, þegar hann heyrði fótatak mitt. Eilífðin virtist honum ])á öðru vísi en áður. Hann skalf af ótta, eins og strá í vindi. Lærdómurinn, hrokinn og hæðnin kom hon- um að litlu haldi. Örvæntingaróp hans ætlaði að gjöra út af við konuna hans, svo eg hraðaði mér að ljúka erindi mínu. — Ullgur maður, sem eg kom til, grátbændi inig að bíða nokk- ur ár, hann var í blóma aldurs síns, ætlaði að fara að gipta sig, og lífið brosti við honum, en eilífðin var honum óttaleg, því að hann var óviðbúinn; en kveinstafir hans komu að engu liði, hann varð að fara eins og hann var, viðbúinn gegn öbu öðru en mér. Þaðan fór eg t.il liræsnara, sem þóttist vera guð- hræddur, en bar kápuna á báðum öxlum. Hann varð skelfd- ur, er hann sá mig og dó i örvæntingu. — Þá fór eg til manns, sem hafði verið quðs barn, en síðar fallið frá. Síðasta stund hans var óttaleg. Iíann hrópaði í sífellu: Eg hefi selt frels- ara minn eins og Júdas. Ó, mig auman. — Eg hefi glatað sál minni. — Það er engin von á himni eða jörðu mér til handa. — Eg er glataður, — giataður. — Þaðan skrapp eg svo til miðaldra manns, sem eiginlega stóð ekki á heimsókn- arskjalinu fyr en eptir 12 ár, en hann hafði selt þessi 12 ár fyrir áfenga drykki, svo að eg varð að taka hann nú þegar. Hann bjó sig undir komu mína með tómum formælingum, vesalingurinn. Fyrst formælti hann vínsölunum, þá honum föður sinum, sem hafði gefið honum fyrstu staupin, þá drykkju- bræðrum sínum og loks sjálíum sér, mó.r, lifinu og eilífðinni. — Hann dó ver en hundur, enda hafði hann lifað ver en svín síðustu árin“. ,En segðu mór, dauði, hvernig guðs börn deyja. Eru þau einnig hrædu við þig?“ „Hvernig guðs börn deyja?" sagði dauðinn hægt og seint. „Guðs börn eru ekki lirædd við dauðann. Þau eru glöð og sæl, þau syngja um Jesúin Krist. Eg er nýkominn frá

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.