Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 16

Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 16
80 er komin upp? ÍM ekki verður þessi staurabrú í tjörninni um aldur og æfi. Laglegast hefði verið, að bæjarstjórnin hefði séð svo um, að lagður væri vegur suður með tjörninni, þegar er fríkirkju- menn höfðu fengið útmælingu undir kirkjuna á þessum stað; því að það var sýnilegt, að þar mundi hljóta að koma vegur- inn að kirkjunni. Þetta hefði «kki verið meira enn makleg og mannúðleg tilhliðrun af hendi bæjarstjórnarinnar, þar sem um kirkjubygging var að ræða, jafn þarflegt fyrirtæki. En þetta gjörði bæjarstjórnin ekki, og hljótum vér að virða svo, sem það hafi fremur verið af seinlæti heldur en af hinu, að hún væri mótfallin kirkjubyggingunni. Yera má og að hún, eins og sumir aðrir, hafi hugsað, að aldrei mundi verða af byggingunni. Nú, þegar sýnt er að kirkjan kemur upp, ætti bæjar- stjórnin þegar í sumar eða haust að láta ieggja veginn að henni, svo' að hann verði til jafnsnemma og tekið verður að brúka kirkjuna. Áheit til fríkirkjunnar. Það er gamall og góður siður, að menn við ýms tækifæri gjöra það heit með sjálfum sér, að ef þeim veitist sú eða sú ósk eða bæn, þá skuli þeir sýna þakklæti sitt í verkinu með einhverju tilteknu, t. a. m. með að gleðja einhvem fátækling eða leggja tiltekna tjárupphæð til einhvers fyrirtækis eða einhverrar stofnunar. Þannig hafa nokkrir menn heitið á fríkirkjuna, og eru komin inn til hennar áheit þau, er nú skal greina: Frá ónefndum...............................1 kr. a. — '• Bjama Jónssyni trésmið . , . . . 10 — - — ónefndri konu ........................2 — - — Halidóri Olafusyni trésmið..............1 — - Áheit þessi eru hérmeð auglýst eptir áskorun eins af áheitendum, Bjarna Jónssonar, „öðrum til góðs eptirdæmis11. Enda er sjálfsagt að auglýsa slíkt, bæði til þess, að gefendur fái séð það og til að þakka fyrir kirkjunnar hönd. Réttast væri að áheitendur segðu til nafna sinna, því að öðrum kosti geta þeir ekki þekkt sín áheit í auglýsingunum. • Útgefandi: Lárus Halldórsson, fríkirkjuprestur-. Aldar-prentsmiðja.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.