Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 12

Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 12
76 Þeim er alvara, þessum erindrekum páfans óskeikula, að leiða oss fáráða íslendinga í allan sannleika og koma oss inn i hina ,einu sáluhjálplegu" kirkju, svo að vér getum fengið fyrirgefningu synda vorra hjá páfanum fyrir peninga, eins og á hinum gömlu, góðu dögum; getum farið að tigna dýrðlinga og helga dóma, og orðið aðnjótandi ýmsra annara sáluhjálpar meðala, sem hin rómversk-kaþólska kirkja á ein til í fórum sínum, svo sem leyniskriptanna lystilegu, tilbeiðslu himna- drottningarinnar, sem alltaf er nð bliðka frelsarann, svo hann steypi syndurunum ekki til helvítis (!) og fleira af sama tagi. Þannig bætist nú kaþólskur spít.ali við kirkjúna og skól- ann, sem fyrir voru á Landakotslóðinni; og hefur kaþólska missíónin þannig íklæðst alvæpni sínu og spennt um sig megin- gjarðir sinar. Ekki dettur oss i hug að lasta þennan dugnað missiónar- innar; hann er þvert á móti allrar virðingar verður. En hitt er ekki nærri því eins virðingarvert, að margt af lieldra fólki bæjarins sendir í blindni börnin sín á þennan ka- þólska skóla; og enn síður var það virðingarvert, hvernig spítala- málið fór í höndum hins evangeliska lúterska löggjafarþings þjóðkirkjunnar. Ættu þeir alþingismenn, sem þessi úrslit voru mest að kenna, það sannarlega skilið að nöfn þeirra væru sett í gapastokk fyrir alla frammistöðuna. En enginn kveður orð frá munni. Allir þegja, þegar eitthvað þarf að segja. Hvar er nú „V.lj.,“ sem er svo duglegt að hamra biflíu- kritikina inn í fólkið? Minna má það þó ekki vera, enn að nöfn mannanna sjáist á prenti annarstaðar enn í þingtíðindunum, sem fáir lesa. Mun- um vér því við tækifæri hugsa til þeirra, enda höfum vér loí- að því fyrir löngu að skýia frá meðferð þessa spítalamáls á þinginu. Einn hinn frægasti riddari St. Jósepssystra komst svo að orði, þó ekki komi það út í alþingistíðindunum, að honum stæði á sama þó nafn hans kæmist upp á stólinn eða í Frí- kirkjuna út af framkomu hans í máli þessu. Líklega verður nú ekki haft svo mikið við hann að fara með nafn hans í „stólinn"; en í Fríkirkjunni mun hann fá að lesa það ásamt

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.