Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 9

Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 9
73 ur, grænn og blár, og þ«im sýndist geislar stafa af honum. Þau höfðu aldrei á æfl sinni séð svona fallegan stein. En nú tóku ýmsar hugsanir að gera vart við sig. „Hann er sjálfsagt 5 króna virði". „Uss meira, miklu meira", svaraði Tobías, „eg þori að segja að hann er 10 króna virði“. Það kom hik á þau bæði. Tíu krónur! Það voru einmitt ársvextir af skuldinni við Rósendal. „Hver skyldi eiga þenna hring?" sagði Berta. „Við eigum hann ekki, það er áreiðanlegt,“ svaraði Tobí- as með ákefð, „kannske kaupmaðurinn eigi hann“. „Nei, það er ómögulegt, kaffið var i poka, sem drengurinn opnaði, þegar eg kom; hann á heldur ekki svona hringi“. Pað varð aptur þögn, og var ekki ósvipað þvi spm gömlu hjónin þyrðu varla að láta i Ijósi hugsanir sínar, hvort fyrir öðru. En rétt í þessum svifum var hurðinni lokíð upp og Rósendal, lánardrottinn þeirra staðnæmdist á miðju gólfi. „Æ, eruð það þér, Rósendal", Bertu varð svo bilt við að hún varð að styðja sig við borðið. Hann var svo sem auð- vitað kominn til að spyrja eftir vöxtunum, þeir áttu að borg- ast 1. nóvember. Kaupmaðurinn kom óðar auga á hringinn, sem lá á borð- inu. „Hvar hafið þið fengið þennan hring? Þið hafið þó lík- lega ekki stolið honum? bætti hann við, er hann sá hvað þeim varð hverft við fyrri spurninguna. „Við erum ekki vön að stela, við fundum hann í kaffinu*, sögðu þau bæði jafnsnemma. „Hafa fleiri séð hann en þið?“ svaraði Rósendal með á- kefð. „Ekki nokkur lifandi maður“, svaraði Berta. Rósendal skoðaði hringinn vandlega; alt í einu breyttist svipur haus, hann lagði hringinn á borðið og sagði í kæruleys- is róm: i > „Nú, jæja, mér skjátlaðist, eg hélt fyrst þetta væri demant, en nú sé eg það er ekki annað en fágað gler, og nokkurra aura virði“. „En gullið?“ sagði Tobías. „Jú, jú, talmíguir, svaraði Rósendal, „hann er líklega

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.