Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 11

Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 11
76 Tobías. Berta skalf eins og hrísla, henni leitzt ekki á svipinn á Rósendal. í sömu svipan var barið aí dyrum; presturinn var kom- inn til að vita um gömlu hjónin. Rósendal laut niður að Tobiasi, þegar hann sá, hver kominn var og sagði: „Pegiðu eins og steinn, ef þú vilt halda húsinu. Eg kem aptur i fyrramálið*. Svo ílýtti hann sér út. „Prestur minn! Þér komuð eins og guð hefði sent yður*, sagði Tobías, og svo sagði hsnn honum alla söguna. Presturinn lofaði að grenslast eptir, hvernig stæði á þess- um hring, en annars þótti honum aðferð þeirra sjálfsögð, svo að hann talaði fátt um það. „Eg vildi óska að þið fengjuð fundarlaun fyrir hann*, sagði presturinn. „Já, okkur veitti ekki af því, til þess að geta staðið í skilum við Rósendal*, sagði Berta. „Hvað eigið þið að borga í vexti?" „Hann á að fá 2 kr. 50 aura í fyrramálið, og jafnmikið 1. febrúar*. „Hérna eru peningarnir, fáið honuro þá á morgun, og kærið ykkur svo ekki neitt um, hvað hann segir; söfnuður- inn sér um að hann svipti ykkur ekki húsinu. Þið megið treysta því*. Kaffisölumaðurinn varð forviða, þegar presturinn kom með hringinn til hans. Hann hafði fengið kaffipokann frá bróður sínum í Surinam; raunar átti þessi bróðir hans engar kaffi- ekrur, en hann hlaut að vita, hvaðan kaffið var, og geta hjálp- að til að finna eiganda hringsins. Kaupmaðurinn skrifaði nú bróður sínum og presturinn skrifaði honum einnig og sagði honum greinilega frá högum gömlu hjónanna og ráðvendni þeirra. (Framh.) Kaþólski spítalinn. Nú er farið að reisa þennan fræga spítala kaþólsku missiónarinnar hér í Reykjavik, sem brúkaður var til þess á ajðasta alþingi að eyðiieggja landspitalamálið. L

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.