Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 10

Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 10
74 krónu virði í mesta lagi; en hvar hafið þið annars vextina?“ Þau sögbu honum frá bágindum sinum og báðu hann að umlíða sig um tíma, en það var ekki við það komandi; hann hótaði að taka af þeim húsið og lát.a bera þau út, fyrst þau stæðu ekki í skilum. „Nei, það gerið þér þó ekki, herra Rósendal", sagði Tobías, „eg er nú búinn að vera hérna í 50 ár, og má ekki hugsa til þess að verða í ellinni sviptur þessum eina ávexti vinnu minn- ar, og þurfa að biðjast beininga.* Loks sagði Rósendal, að af því að hann vissi að þau væru svo ráðrönd og hrekkjalaus, þá skyldi hann rétt í þetta sinn sleppa vöxtunum til páska, ef þau fengju sér hringinn. „fví er nú ver, að við getum ekki tekið því boði. Við éigum ekki hringinn", sagði Tobías. „Hvaða vitleysa. Þið fenguð hann í kaffibaununum og enginn hefir séð hann né gert kröfu til hans“. „Jú, það hefir einn séð hann“, sagði Tobías. „Þá hafið þið logið áðan, þið sögðuð þá, að enginn maður hefði séð hann hjá ykkur“. „Jú rétt er nú það, en guð á himnum hefir séð hann*. „Nú — enginn annar“, sagði kaupmaðurinn með fyrir- Jitningarróm, „jæja, fáðu mér hringinn". En Tobias sat við sinn keip: „Við eigum hann ekki og verðum að skila honum til eigandans, annars syndguðum við gegn guði, sem segir að vér skulum óttast sig og elska, og t'reysta sér af öllu hjarta“. „Slúður! Ykkur væri nær að óttast mig, sem get fleygt ykkur út á klakann, hve nær sem mér sýnist, og þið ættuð að treysta mér meðan eg geri það ekki“. Ýmist bað hann eða ógnaði, og fór smá smaman að bjóða tiu, — tuttuga, — fimmtíu krónur í hringinn, og seinast bauð hann að gefa þeim upp skuldina, ef hann fengi hringinn. Gömlu hjónin voru alveg forviða, og voru dauðhrædd um að hann mundi taka hann af þeim með valdi. Tobías stakk hringnum undir hálmdýnuna. „Komdu með hringinn, eg vil fá hann strax, ætlarðu ekki að fá mér hann?“ og hann tók um leið í handlegginn á . <• .1, " • ; .

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.