Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 5
69
banabeði eins þeirra. Það var kona, sem hafði ekki þolað við
fyrir kvölum marga mánuði. En þegar eg var að koma, söng
htín með veikri röddu um kærleika sinn, um Jesúm, sem
hún elskaði í hfi og dauða. — í gær kom eg til trúaðs prests.
Hann sagði meðan eg var á leiðinni til hans: ,.Ó, að allir
bræður mínir vissu, hversu gott er að þjóna honurn, sem eg
hef þjónað, og þekkja þann frið, sem eg finn núna. Eg sofna
í Kristi og vakna í honum aptur. — — Ó, að eg gæti vafið
hann örmum! — Nú heyri eg básúnu hljóminn. Drottinn er
að kalla: Kom þú nú til mín. — Já, eg kem, herra*. — —
Rétt á eptir kom eg til annars guðs barns, það var lítill dreng-
ur, sem elskaði Jesúm frá Nazaret; — móðir hans hafði sagt
honum frá honum. Hún stóð við rúmið hans og var yfirkom-
in af harmi. “Gráttu ekki, mamma mín,“ sagði drengurinn;
„eg er glaður, Jesús er að koma. Hann tók börnin sér í
faðm, og nú fer hann að taka mig. En þú og pabbi minn
verðið að koma svo fljótt sem þið getið. Ætlarðu að gjöra það,
mamma?“ „Já, elsku drengurinn minn,“ sagði hún og kysti
hann. Um leið sagði hann í hálfum hljóðum: „Hamma og
Jesús“. — Það voru síðusu orðin hans.
(Ur norsku að mestu leyti.)
S. Á. G.
-----------------
Fyrsta boðorðið.
„Eg vildi eg væri orðinn ungur í annað sinn“, andvarp-
aði Tobías gamli og set.tist á bekkinn við húsið sitt, „þeir eru
orðnir stirðir til gangs þessir', bæt.ti hann við og leit á fætur sér.
Berta, konan hans, var í önnum að hreinsa kartöflurnar.
— „Líttu á, svona erum við nú hrukkótt“, sagði hún bros-
andi og rétti honum kartöflu.
„Eg gróðursetti eplatréð þarna við hliðið vorið, sem við
komum hingað, það er nú rétt 50 ár síðan næsta vor, það er
orðið ellilegt og hrukkótt, en samt ber það blöð og ávexti á
hverju ári, eg vildi að við'gætum gert það líka*.
„Já, það er nú litið urn ávextina hjá okkur, og mig tek-
ur það sárt.
Pótt við séum gömul og fátæk, þá er það ekki það þung-