Fríkirkjan - 01.06.1902, Page 4

Fríkirkjan - 01.06.1902, Page 4
84 orðið af honum? Hann mundi glöggt eptir að hann hafði verið með hann um morguninn. Allt í einu kom honum í hug, að þrjóturinn hann Eobby hafði verið að læðast kring um hann meðan hann svaf. Það var svo sem auðvitað, Eobby hafði stolið hringnum, þá var ekki að furða, þótt honum yrði hverft við, þegar hann kallaði til hans. Og nú bar það við, sem raunar var altítt. Robby var yfirheyrður, og þegar hann þrætti, var gripið til svipunnar og skipað að berja hann, þangað til hann segði, hvað hann hefði gjört við hringinn, en hann var nógu ósvífinn til að halda á- fram að fullyrða, að hann vissi ekkert um hringinn. Húsbónd- inn var orðinn æfareiður. Skyldi ekki svipan, hungrið og myrkrið geta jafnað i honum þrjózkuna? hugsaði hann og skipaði að láta hann í fangaklefann. Hann skal verða að játa með illu, úr því hann vill ekki kannast við það með góðu. Jólin eru að koma, og allir sem vetlingi geta valdið, skunda til kirkjunnar. Tobías og Berta eru angurvær út af því að geta ekki komizt til kirkju. Tobías er hvergi nærri orðinn góður í fætinum og á fullerfitt með að komast á hækju fram og aptur um herbergið. Pau hafa nærri því gleymt hringnum góða, enda hafa þau um nóg annað að hugsa. Pau hafa heldur litið til jólanna og horfurnar eru alt annað en björgulegar. „Yið komumst líklega aldrei svo langt, að Yið getum iok- ið við að læra fyrsta boðorðið", sagði Tobías, „eg held raunar að við óttumst guð og elskum hann, þótt það sé nú of lítið; en við eigum eptir að læra að treysta honum af öllu hjarta; ef við gjörðum það, þá bærum við ekki kvíðboga fyrir morgun- deginum". Berta svaraði engu, en fór að láta fyrir gluggann, til þess að síður skyldi verða tekið eptir myrkrinu hjá þeim. Þetta eru nú fyrs : jólin, sem þau eru svo stödd, að geta ekki brugð- ið upp ljósi. Hún sezt siðan við rúm mannsins sins og styð- ur hönd undir kinn, hvorugt þeirra vill rjúfa þögnina og von bráðar eru bæði sofnuð. Hvað er þetta? Er þetta draumur? Hurðinni er lokið

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.