Fríkirkjan - 01.06.1902, Qupperneq 7
87
sínu, presturinn hafði séð um það. Fótbrotið er batnað, en
hann verður samt að ganga við hækju, hann hafði ekki liðk-
ast við leguna. Þau voru snemma á fótum á hvítusunnudag-
inn, enda bar gullbrúðkaupsdag þeirra upp á hvítasunnuna.
„Við verðum að staulast til kirkju í dag, góða min*,
sagði Tobias, þegar Berta kom með morgunkaffið til hans.
,Já, við skulum gjöra það, veðrið er svo gott núna og
við þurfum að þakka guði fyrir margt og mikið í dag“.
Rétt á eptir héldu þau af stað. Tobias settist niður á með-
an Berta lokaði hliðinu; hún hjálpaði honum svo á fætur og
leiddi liann eptir veginum. „Ó, hvað eg má þakka guði fyrir,
að hann gaf mér þig, Berta mín, og lofaði þér að lifa svona
lengi hjá mér, til að hjálpa mér og styðja*.
Hún svaraði «ngu en þrýsti handlegg hans fast að sér, um
leið og hún þurkaði sér um augun.
Eptir messu bauð presturinn þeim að aka heim með sér.
Seinni partinn komu þangað ýmsir sóknarmanna og hélt prest-
urinn þeim dálitla veizlu, til að minnast hrúðkaups gömlu hjón-
anna.
Berta var ýmist að grát.a eða hlæja, en Tobias tautaði
fyrsta boðorðiS fyrir munni sér við og við.
Um kvöldíð ók presturinn með þeim heim á leið og slóg-
ust flestir boðsgestanna með í förina.
,En hvað er þetta? Er þetta húsið okkar?“ hugsaði
Tobías, þegar vagninn var rétt kominn að hliðinu heima hjá
honum. Unglinga hópur stóð við hliðið, og hliðið var allt
umvafið blómsveigum, þó var ekki minna um, þegar inn í
garðinn kom, blómsveigar höfðu verið settir í kring um alla
gluggana á húsinu þeirra og upp yfir dyrunum stóreflis sveig-
ur og innan í honum stórt spjald með gylltu letri og stóð þar:
,Vér eigum yfir alla hlnti fram guð að óttast, hann að elska
og honum að treysta'1. Það var kveðja frá æskulýðnum til
gömlu brúðhjónanna.
í sama bili og vagninn nam staðar við húsdyrnar, byrj-
uðu ungmennin á sálminum: „Hver sá, er góðan guð lét ráða,
með glöðu trausti fyr og síð. — þann virtist eilíf elskan náða,
þótt opt hann mæddi kross og stríð. Á bjargi föstu byggir sá,
er byggir miskun drottins á.“