Fríkirkjan - 01.06.1902, Qupperneq 9

Fríkirkjan - 01.06.1902, Qupperneq 9
89 þakkaði honum með fáeinum orðum fyrir alla umhyggju hans mér til handa. Hér um daginn lá eggjagriót í götunni. „Við verðum að fara yfir það“, sagði vinur minn, „en styð þú þig við mig og farðu varlega, þá er engin hætta*. Eg heyrði varla, hvað hann sagði, en horfði á graslendið við hliðina á götunni, en einmitt þess vegna steig eg á hvassa steinnybbu, skar mig í fótinn og hneig niður með miklum kveinstöfum. Vinur minn álas- aði mér ekki með einu einasta orði, heldur fór hann að hugga mig, hann beygði sig niður og sagði að eg skyldi vera ókvíð- inn, því að hann væri hjá mér; svo þerraði hann af mér tár- in og rétti mér höndina, til að reisa mig á fætur. Eg leit framan í hann með tárin í augunum, blygðaðist mín fyrir hirðuleysi mitt og hélt áfram ferðinni. Rétt við götuna stóð undurfagurt rósatré, og hékk dökk- rauð rós á einni grein þess. „Má eg ekki taka þessa rós?“ sagðí eg. „Jú, þú mátt taka hana, en kom þú með hana til mín, svo að eg geti tek- ið þyrnana burt fyrir þig“. Eg varð glaður við og flýtti mér að taka rósina; hún var svo skínandi fögur og ilmandi, að eg réði mér varia fyrir gleði, þrýsti henni að vörum mér og, brjósti og gleymdi öllu öðru. En eg hafði gleymt þyrnunum. Þeir stungu mig allan, svo eg þoldi ekki við, mér var sem sverð stæði i hjarta mér. Mér varð þá litið til vinar míns, sem beið þolinmóður eptir mér. Eg flýtti mér til hans og sagði með ákafa: „Því leyfðir þú mér að taka þessa rós, fyrst hún voldur mér svo mikils sársauka?“ Hann varð al- varlegur og stranglegur á svipinn, sneri sér frá mér og eg hélt hann ætlaði að skilja mig eptir, en eg greip i hann og vildi ekki sleppa honum. „Réttu mér báðar hendur þínar“, sagði hann. „Lofaðu mér að halda á rósinni í annari hend- inni*, sagði eg og þrýsti henni upp að mér. „Jæja, fyrst þú ert svona einþykkur, þá er bezt þú hafir hana; en því viltu ekki fá mér hana, svo eg taki burt þyrnana og geymi hana hreina og óskaddaða fyrir þig?“ Eg lét þá tilleiðast að fá honum hana, þól.t mér væri ekki meira en svo um það; hún var svo töfrandi, þótt hún særði mig. Pað eru margir á sömu loið og við. p§jr |)ekkja allir

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.