Fríkirkjan - 01.06.1902, Side 10
90
vin minn og elska hann, og eru sifelt að spyrja hann ráöa
og fá hjálp, þar sem erfitt er yfirferðar. Hann þreytist aldrei
að hjáipa þeim og brosir svo undurblítt um leið og hann
þurkar af þeim tárin. Stundum fer einhver þeirra út af veg-
inum, en vinur minn kailar þá óðara til hans, og snúi hann þá
ekki við, fer hann sjálfur til hans og reynir að fá hann á
veginn aptur.
Eg sá fyrir skömmu mann koma með stóran bagga á
bakinu. Hann var allt af að detta og komst ekkert áfram.
„Littu á þennan mann*, sagði eg við vin minn, „því ætli hann
komi ekki með byrðina til þín? Þú bauðst honum þó áðan
að lótta af honum byrðinni".
„Hann hefur líklega gleymt því. Far þú og segðu honum,
að eg sé fús að hjálpa honum“. „Heldurðu hann trúi mér
betur en þér sjálfum?“ „Far þú og reyndu: þú getur sagt
honum, hvað eg hef gjört fyrír þig“.
Einu sinni varð eg ósáttur við einn samferðamanna
minna, það var nú raunar út af litlu; Yið litum kuldalega
hvor til annars allan daginn, en um kvöldið þurftum við báðir
samtímis að biðja vin minn um ýmislegt. Hann tók eptir, að
við vorum þurlegir hvor við annan, og lagði hann þá hend-
urnar á höfuð okkar og sagði: „Þið eruð báðir á sama vegi
að sama takmarki, hvers-vegna viijið þið þá ekki vera vinir
og létta undir hvor með öðrum. Hef eg ekki sýnt ykkur
báðum umburðarlyndi, og langar ykkur ekki til að líkjast mér?
Sólin fer bráðum að ganga undir, látið hana ekki ganga undir
yfir yðar reiði“. Þessi orð gátum við ekki staðizt, við litum
hvor á annan og tókumst i hendur.
Það er viða mikið ryk á veginum, og verð eg því opt
óhreinn á fótunum.
Eg kvartaði um það við vin minn. „Komdu og þvoðu
þér,“ sagði hann og benti á kristaltæra uppsprettu lifandi vatns.
Mér þótti fjarska vænt um að geta þvegið þarna af mér öll óhrein-
indin. Rétt á eptir sá eg mann koma gangandi. „Hann er
óhreinni en eg var,“ hugsaði eg með mér.
Vinur minn, sem sér ætíð, hvað eg hugsa, sagði þá:
„Farðu og segðu honum að koma hingað og þvo sér.“
„Já, en ef eg nú fer aptur út í rykið, þá verð eg óhreinn