Fríkirkjan - 01.06.1902, Page 15
95
á því borið, og þar sem svo margir andlegrar stéttar menn eru
saman komnir, hefur séra Friðrik Friðriksson að mest.u leyti
einn barizt fyrir því.
En nú er hann ekki lengur einn. Nú hefur hann sér við
hlið fjölskipaða stjórnarnefnd, og þar fyrir ofan þriggja manna
tilsjónarráð.
Hér kom sem sé í vor, eptir áskorun séra Friðriks, aðal-
framkvæmdarstjórinn fyrir alþjóðasambandinu milli þessara
kristilegu unglingafélaga. Sambandsstjórnin hefur heimili sitt
í borginni Genéve á Svisslandi, og er maður sá, er hingað
kom, yfirliðsforingi (oberst-lieutenant) í her Svisslendinga.
Hann er frakkneskur að ætt og uppruna og heitir Charies
Fermaud (frb.: Sjarl Fermó). Móðurmál hans nr því írönsk
tunga, en auk þess talar hann sem móðurmál sitt bæði þýzku
og ítölsku, er ganga jöfnum höndum við frönskuna á Sviss-
landi. Ennfremur mælir hann á ýmsar aðrav tungur, því að
hann hefur víða um heiminn farið. Hér talaði hann á ensku
og dönsku; ensku miklu betur og eigi öllu lakar en Englend-
ingur eða Skoti; danskan var aptur á móti léleg, en þó talaði
hann fyrirstöðulaust.
Erindi þessa manns var að koma skipulagi og rekspöl á
kristiiegt féiag ungra manna hér á landi. Hélt hann hér tvo
fyrirlestra um þetta efni, auk þess sem hann talaði á ýmsum
öðrum samkomum. Tíminn var stuttur, sem hann mátti vera
hér; en þó ferðaðist hann lítið eitt um landið, hélt fyrirlestra
og stofnaði unglingaíélög á ýmsum stöðum.
Meðan hann dvaldi hér í Reykjavík, var skipuð stjórnar-
nefnd sú og tilsjónarráð, sem áður er um getið. í stjórnarnefnd-
inni eru: Jón dócent Helgason (formaður), Knud Zimsen verk-
fræðingur (varaformaður), Haraldur Níelsson kandidat (ritari),
Ditlev kaupmaður Thomsen, Stefán myndaskeri Eiríksson —
„auk hins sjálfkjörna framkvæmdarstjóra félagsins séra Friðriks
Friðrikssonar" (V. Lj.).
Nefnd þessa skipaði séra Friðrik sjálfur, og skulum vér
eigi um segja annað enn það, að oss virðist honum að einu
leyti hafa verið mislagðar hendur, nefnil. þar sem hann kjöri
tvo samhenta og sprenglærða biflíukritikara i nefndina, en er