Kirkjublað - 15.04.1934, Qupperneq 3
KIRKJUBLAÐ
103
Yfirvöldin hafa gefið þær fyrirskipanir, að prestar
skuli starfa í fangelsunum, og nú er Ilastig þegar tekinn
til starfa og biður Bro að vera sér til aðstoðar. Hlutverk
prestanna þarna í Sveaborg er að tala um fyrir föngun-
um, prédika fyrir þeim kristindóm, og hughreysta þá,
áður en aftakan fer fram. Ennfremur eiga þeir að hafa
eftirlit með bréíaviðskiptum fanganna. — i
Sú hyldjúpa niðurlæging, sem þarna blasir við,
krefst alls þess kjarks og allrar þeirrar viljafestu, sem
prestarnir eiga til. Þeir reika þar um innan um hundruð
og aftur hundruð af sjúkum og soltnum mannverum
sem hafa flestir gefið upp alla lífsvon. En úr augum
þessara vanhirtu vesalinga leiftrar óslökkvandi hatur til
sigurvegaranna. Prestunum hrinda þeir frá sér með háði
og formælingum, jafnvel á sjálfum aftökustaðnum rétt
áður en banaskotin ríða af.
Andspænis þessum skelfingum er það Hastig, sem
fyrr missir móðinn. Viðkvæmni hans gagnvart föngun-
um, meðaumkunin með þjáningum þeirra, verður hinum
um megn, þar sem honum virðist engin leið opin að gera
neitt fyrir þá. Hann heyrir sín eigin orð verða máttlaus
og innantóm, og hann fyllist beiskju til þjóðfélagsins,
sem valdbýður það miskunnarleysi, sem þarna fer fram.
Hann fyllist hatri gegn því þjóðfélagi, sem hefnir sín á
andstæðingum sínum, — í Jesú nafni. Hann, sem veitt
hafði kenningum kirkjunnar viðtöku svo efasemdalaust,
fann nú allar byggingar trúarbragðanna hrynja yí'ir höf-
uð sér.
Og eitt kvöldið, þegar honum var tilkynnt, að hann
ætti þá um nóttina að búa nokkra dauðadæmda menn
undir andlátið, þá neitaði hann að gera það. En þegar
kastalastjórinn tók neitun hans ekki gilda og lét hann
vita, að hvort sem hann heíðist nokkuð eða ekkert að,
þá yrði honum ekki sleppt burt úr kastalanum, því sam-
kvæmt fyrirskipunum landstjórnarinnar ættu prestar
að vera þar við hendina, — þá notaði hann l'yrsta tæki-
færið sem gafst og flýði á laun burt úr þessum kvalastað.