Kirkjublað - 15.04.1934, Síða 10
110
KIRKJUBLAÐ
En sem stofnun er kirkjan meira en vörður arf-
gengra sanninda og aldagamallar reynslu. Sem lifandi
heild er hún safnari nýrrar reynslu. Lífið er starf, skap-
andi afl, sem ávallt leitar fram með nýjum myndum. Nú-
tíð kirkjunnar, eins og alls, sem lifir, er fólgin í því,
að þiggja og gefa, þiggja æðri mátt og veita hann sam-
tíð sinni. Með ríkari hlutdeild í lífi og sannindum æðri
veruleika, eignast mennirnir dýpri skilning, meira þrek,
hærri hugsjónir, æðra markmið og göfugri anda. Þykir
því mörgum, sem eftir megni líta hlutdrægnis- og öfga-
laust á málið, það ólíklega mælt, er því er haldið fram,
að kristin trú eigi lítið erindi til nútímans. Hitt mun
sönnu nær^ að einskis þarfnist hann fremur.
¥<sindi ^ísindi efnishyggjunnar hafa á ýmsan hátt
leikið kirkjuna hart. Þau hafa lamað vöxt
hennar og vald með því að gera tortr-yggilegan málstað
hennar og meginsannindi á ýmsa lund, og með einhliða
menningaráhrifum hafa þau að ýmsu leyti lagt tálmanir
í veg einstaklingsins, sem þrátt fyrir allt hafa einangrað
hann í raun og veru, þrengt viðhorf hans og kippt úr
andlegum vexti hans. Einstaklingurinn hefir bæði unnið
og tapað andlega. Vinningurinn var vitsmunamegin, tap-
ið trúarmegin. Og kirkjan tapaði.
Það er oftast vandi að skera úr um það, hvort styttri
tímabil séu hnigunar- eða framfaratímar, þegar á allt
er litið. Breytingarnar og byltingarnar eru í því fólgn-
ar, að vanrækt nauðsyn er uppfyllt eða umskipað önd-
vegisverðmætum. Kirkjan hlýtur einnig að hafa þá sögu
að segja. En því verður ekki neitað, að margt víxlsporið
hafði kirkjan stigið. Þráfaldlega hafði hún grafið and-
ann í bókstafnum, þráfaldlega hafði hún gleymt innri
rækt fyrir ytra hag. Af þessu hlutust mörg slysin í sögu
hennar, fyrr og síðar. Þegar svo við þetta bætist, að
fólkið hefir jafnan næmari sjón á lággildin og veralcllega
hluti, heldur en andleg verðmæti, þá hlaut svo að fara,
að hraðfleygar nýungar trufluðu vanagang trúarlífs og
andlegra mála.