Kirkjublað - 15.04.1934, Side 15
KIRKJUBLAÐ
115
um passíusálma Hallgríms. Setur hann þar fram þá skoðun, að
Hallgrímur hafi stuðzt við „Eintal sálarinnar“ eftir Martinus
Mollerus. Virðist honum Hallgrímur hafa bæði notað líkingar það-
an og efnivið í sálma sína. Bók þessa þýddi Arngrímur lærði á ís-
lenzku. En um þetta farast Dr. Arne Möller orð á þá leið, að Hall-
grímur hafi gefið íslendingum það, sem Arngrímur vildi gefa þeim,
er hann þýddi „Eintal“. —
Sjálfsagt hefir Arngrímur þýtt þetta erlenda guðræknisrit af
mikilli nákvæmni og alúð fræðimanns, en það verk gleymdist fljótt.
En snilld og- frumleiki Hallgríms gat gert sama efni þannig úr garði,
að íslenzkt Jjjóðareðli fann þar sjálft sig'.
Dr. Arne Möller hefir samið bók um Jón Vídalín og postillu
hans. Kemst hann þar að þeirri niðurstöðu, að Vídalín hafi stuðzt
við enska guðsorðabók, er heitir „The Whole Duty“, en J)á bók
þýddi hana á islenzku. Var um þær mundir uppi í Englandi „pie-
tistisk“ stefna, er lagði ríka áherzlu á skyldu mannsins við guð.
Áhrifa frá þeirri stefnu gætti í Danmörku, og munu þau hafa bor-
izt til íslands með prédikunum Vídalíns.
Sumurn kann að virðast, að þessar niðurstöður doktorsins rýri
að nokkru leyti gildi þessara vinsælustu, og að því er álitið hefir
verið frumlegustu rita íslenzkrar kristni, en slíkt er á misskilning'i
byggt. Nei, bezt ná þau ritverk tilg'ang'i sínum, sem flytja i aðgengi-
legustu formi það b e z t a, sem hugsað er á hverjum tima. — En
nú var það einkenni rétttrúnaðartímabilsins, að mönnum var ekki
leyfilegt að setja fram n ý j a r hugsanir. Frumleiki manna hlaut því
að birtast í forminu, sem efninu var valið. —
Hallgrími og Vídalin tókst að finna pessu fyrirskipaða, erlenda
efni í s 1 e n z k t form með sterkum, persónulegum blæ. Og að þetta
voru stórvirki, sést bezt á því, að einmitt þetta hefir skoi't í meginið
af þeim g-uðræknibókmenntum, sem til eru á íslenzku, bæði fyrr og
síðai'. -— Jafnvel enn þann dag' í dag er ekki sjaldgæft að heyra
menn tapa íslenzku móðurmáli sínu að þriðjungi eða til hálfs, er
þeir tala eða rita um trúai'leg efni.
MeSal Háskólastúdenta eiga sér stað um þessar mundir, átök,
Sem Kirkjublaði þykir rétt að vekja athyg'li á.
Félag- róttækra stúdenta, sem einkum mun skipað mönnum með
marxistiskar lífsskoðanir, gefur út blað, er það nefnir Nýja Stú-
dentablaðið. — í því blaði hafa birzt greinar, sem hafa verið
bólgnar af f jandskap gegn kirkjunni og kristinni lífsskoðun. — Til-
efni einnar greinarinnar var það, er fyrsta eintak af Kirkjublaði
kom út í vetur. — Þykir höfundi sýnt, að á balt við J)að blað standi
„auðvaldið“ með eina nýja tilraun til að svæfa fólkið!
Iíirkjublaði þótti ekki ómaksins vert að svara þessari grein.