Kirkjublað - 15.04.1934, Side 12
112
KIRKJUBLAÐ
breyta afstöðu sinni, smátt og smátt, til trúarbragðanna,
og því nýir tímar fram undan í því efni, þá hafa þau
undanfarið, á ýmsan hátt, unnið gegn kirkjunni. Þau
sáu ekkert líf og engan veruleika utan við efnið, og í
trausti vizku sinnar réðust þau beinlínis á kenningar
kirkjunnar um Guð og æðra líf. Og þegar nú vísinda-
mennirnir taka upp meiri gætni, þá herða byltingarsinn-
aðir Marzistar róðurinn. Er þó sízt svo að skilja, að þeir
séu hinir einu óvinir kristindómsins. Hræsni og grimmd
undir yfirskyni kristilegra dyggða, er kristindóminum
sízt hættuminni, en bein andstaða, og þeim mun spilltari
og andstyggilegri, sem hún er meiri ,,karakter“-fölsun,
heldur en opinská barátta. En afstaða byltingarmanna
er mjög undarleg, þótt hún sé skiljanleg. Þótt Karl Marx
væri efnishyggjumaður, þá ól hann aldur sinn allan í
hinum kristna heimi. Marxistar skilja mjög vel uppeld-
isgildi umhverfisins. Það er hinn kristni heimur, sem
knýr á ,,gení“ Karls Marx. Eins og það því er rotnun
þess lífs, sem hann sjálfur þ'ekkir, sem hann vill lækna,
svo eru það einnig hin heilbrigðu öfl þess lífs, sem hann
sjálfur þekkir, sem hann vill veita framrás. Starf hans
væri því í kristilegum anda, það sem það nær, ef stefna
hans hefði ekki snúizt fjandsamlega gegn dýpri upp-
runa sínum. Þau atvik eiga aftur rætur að rekja til þess,
að sem efnishyggjumaður hlaut Marx að vera glögg-
skyggnari á þau mein, sem hann vildi lækna, heldur en
á uppruna og gildi þeirra verðmæta, sem kristindómur-
inn hafði lagt honum upp í hendurnar til að koma lækn-
ingunni til leiðar. Brautryðjendur og byltingamenn
hljóta að vísu ávallt að vera harðir í dómum um sam-
tíð sína og horfa fastar á markmiðið en meðölin. Um-
burðarlyndið dregur afl úr endurbótunum og nýsköp-
uninni. Eri því miður kemur þetta niður á arftökum
skoðananna sem þröngsýni og þar með tilhneiging til
ofbeldis, og skapast þannig nýtt böl af þeim áhrifum,
sem annars voru borin fram af knýjandi nauðsyn og líf-
vænni viðleitni.