Kirkjublað - 15.04.1934, Qupperneq 9
KIRKJUBLAÐ
109
bragðanna og þróun, sem felst í nýjum krafti nýrra op-
inberana. Guð starfar; það er eina svarið. Og þetta
hvorttveggja, samleitni trúarbragðanna og hækkandi en
sérstæð opinberun sýnir fyrir víst, að bæði munu trúar-
brögðin halda áfram að tileinka sér hið lífvænlega í
andlegum hreyfingum og skýra það í æðra ljósi nýrra
opinberana, en þetta aftur knýr fram trúna á íramtíð
heimsins og hamingju mannanna.
Kristileg kirkja er fyrst og fremst sú heild manna,
er heldur saman um trúarsannindi kristindómsins, hvort
sem einstaklingarnir velja sér til þess formbundinn fé-
lagsskap eða ekki. Kristinn maður er sá, sem velur Krist,
en er frjáls í anda að öðru en því, sem samvizkan bind-
ur hann. Kirkjan er allir kristnir menn. En sem stofnun
er hún vörður þeirra sanninda trúar og siðgæðis, sem
kristnir menn telja að trúarbrögðin hafi dýrmætust flutt
mannkyninu. Þrátt fyrir ýmsan skoðanamun á þessum
sannindum, þá er þó að minnsta kosti eitt meginatriði,
sem öll kirkjan stendur saman um, og það er það, að guð-
leg opinberun sé veruleiki, og að Jesús Kristur sé sá flytj-
andi þeirrar opinberunar, sem vér höfum mest af þegið.
Kristindómurinn hefir aldrei farið inn á þá braut, að
leita sérstakra sannana, að hætti raunvísinda nútímans,
fyrir sanngildi opinberunar sinnar, annara en þeirra,
sem felst í reynslu einstaklingsins. Kraftaverkin, bæn-
heyrslan, opinbeS*anir, endurfæðjngín o. fI., þetta er
reynsla kristins manns og sannanir. Ef dæma skal um
raunhæft gildi þessarar reynslu, ber að gæta þess, að
hún hefir verið lífsafl kirkjunnar alla liðna tíð og frá
henni hefir kristindómurinn þegið ávöxt sinn og brautar-
gengi. Um nánari skýringu á þessari reynslu gat líka
naumast verið að ræða, þar eð hún virtist sjálfskýrð.
Eins og kristindómurinn grundvallast á trúnni á starfandi
Guð í alheimi, þá var líka reynsla hinna trúuðu reynsl-
an um það líf, sem þiggur k-raft frá honumi Trúarreynsl-
an er það, að maðurinn skynjar æðri veruleika, er verund
niarmsins stillist í samræmi við guðlega verund.