Kirkjublað - 15.04.1934, Qupperneq 7

Kirkjublað - 15.04.1934, Qupperneq 7
KIRKJUBLAÐ 107 Kirkjan og andsæisstefnan. Eftir sr. Sigurð Þórðarson. Framhald. Lítum fyrst á kirkjuna. ir ^an* I hugtakinu kristileg kirkja felst ekki fyrst og fremst það, að kirkjan sé formbundin stofnun, og því síður þannig, að hún eigi rætur að rekja til einnar per- sónu, eins og stundum virðist haldið fram. Kirkjan er ein- staklingsleg, ekki síður en félagsleg. Kirkjanleggur meiri áherzlu á afstöðu einstaklingsins til Guðs, heldur en af- stöðu hans til félagslegrar skipulagningar. Á það verður heldur ekki bent, að Jesús frá Nazaret hafi gert neina tilraun til neinnar formbundinnar félagsstofnunar. Hann var farandprédikari að ytri hætti sinnar tíðar. Eins og starf hans var knúið fram af þörf samtíðarinnar, svo var það einnig borið uppi af spámannsanda allra alda, og því í eðli sínu hið fjarskyldasta-öllum skipulagsháttum nútímans. Spámaðurinn vinnur í krafti andans, en ekki í vélgengum formum. Ef til vill kemur þetta skipulags- leysi ljósastfram þegar eftir að Jesús var líflátinn. Þeg- ar persónuveldi leiðtogans er kippt í burtu, eru læri- sveinarnir ráðþrota. Þrátt fyrir þann vísi að skipulögðu starfi, sem virðast mætti að kæipi fram í útsendingu lærisveinanna, þá hafa þeir nú enga áætlun og enga mælisnúru til að fara eftir, og þráður lífs þeirra er í rauninni skorinn í sundur. Stofnun kirkjunnar á hvíta- sunnudag fyrir 19 öldum þýðir aðeins það, að lærisvein- arnir hafa fyrir undarleg atvik, fundið aftur þann þráð, er slitnað hafði. Og þessi atvik verða því valdandi, að nú koma áhrif meistarans frá Nazaret til greina sem afl í sögulegri þróun trúarbragðanna. Kristindómurinn, sem nýtrúarbrögð, erþað, að stærsta kvíslin, andi spámanns- ins frá Nazaret, fellur saman við hina miklu elfi trú- arbragðanna. Vér búum við þessa elfi eftir að henni

x

Kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.