Kirkjublað - 15.04.1934, Side 13
KIRKJUBLAÐ
113
Tortryggnisherferðina gegn trúarsannindunum hef-
ir því sízt skort liðsafla. Auk þess, sem trúarafneitun
hlýtur að vera einn þátturinn í undirbúningi blóðugra
og hatursfullra byltinga, þar sem spillingin þó ekki er
á nógu háu stigi, til þess að um ,,heilagt stríð“ geti verið
að ræða, þá er trúleysið og fyrirlitningin á andlegum
efnum svo rækilega undirbyggt af vísindum og hugsun-
arhætti efnishyggjunnar, að félagslífið hlaut að litast af
andlegri óreiðu og öll félagsleg framsækni að sundrast
og blása upp, eins og skrælnað land, sem döggin og líf-
ið hefir yfirgefið. Þrátt fyrir það, þótt vestræn menning
fái aldrei af sér máð þau varanlegu áhrif, sem kristin-
dómurinn hefir brennt inn í vestrænt sálarlíf, svo sem
bræðralagshugsjónina og trúna á ómetanlegt gildi ein-
staklingsins, þá hefir hún þó, með þeirri veruleikatrú,
sem efnishyggjan grundvallar, gjörzt sá heiðindómur,
sem horfir við kirkjunni líkt og sandur við sól. Dauða-
djúp er staðfest milli efnishyggjunnar og eilífðarhyggj-
unnar, eins og nú standa sakir, sem hafa kynni hinar
geigvænlegustu afleiðingar, ef ekki kæmi annað til.
Hér standa því tvö öfl að verki, fjarskyld að eðli,
að því er virðist, en hafa þó bæði hamingju mannanna
að markmiði. Annars vegar er kirkjan, sem vinnur fyrir
heill sálarinnar, með hvatningu til trúar og siðgæðis, á
grundvelli guðstrúarinnar og andlegrar reynslu mann-
kynsins frá fyrstu tíð sögunnar. Hún vill þroska lífið inn-
an að, göfga einstaklinginn og byggja þannig upp heil-
brigða heild, sem fágað og frjálst manneðlið skapi, frem-
ur en ytri þvingun. Samvizkan á að vera einstaklingnum
lögmál fyrst og fremst. Það er hennar trú, að þannig nái
mannkynið fram til fullkomnara og hamingjuríkara lífs,
á heillavænlegastan hátt. Hins vegar eru vísindin, eink-
um félagsvísindin, sem svo eru nefnd, sem vinna að
menningarlegri og félagslegri nýmyndun, á grundvelli
efnishyggjunnar. Því fylgir barátta gegn ,,fávizku“ trú-
arbragðanna. Sú stefna byggist á þeirri trú, að félags-
legt róttlæti, samkvæmt hugsjón sósíalismans, og tækni-