Kirkjublað - 15.04.1934, Side 6
100
KIRKJUBLAÐ
verði látinn taka út dauðahegninguna í staðinn f.vrir
fanga, sem hafði strokið.
Þessi fangi er enginn annar en Bro.
Eftir það að Hastig var flúinn frá kvalastaðnum,
hafði hann gert upp reikningana við samvizku sína. —
Hann náði í fötin af manninum, sem dáið hafði í kast-
alanum, og dulbúinn þeim, flýði hann — ekki burt frá
hörmungunum —heldur beint inn í kvalastaðinn sjálfan.
— En þar tókst honum að fá áorkað einhverju,-aðeins
feikna litlu, — en þó miklu meiru en nokkru sinni áður
á æfinni. — Hann hafði rofið einn hlekkinn í kvala-
keðju mannfélagsins, — hlekkinn, sem tengir saman
mótgjörð og hefnd og nefnist hatur, og honum hafði
tekizt að fá örfáa dauðadæmda menn til þess að gera
hið sama. —
Þannig lýkur „sögunni af manni einum og samvizku
hans“. Höfundur birtir samtal við lesanda á undan sög-
unni og gefur þar nokkrar bendingar, svo mál hans valdi
ekki misskilningi. Hann játar þar, að hin pólitíska saga
þjóðar hans, eins og hann rekur hana í skáldsögunni,
sé aukaatriði. Hann gerir ráð fyrir því, að margir muni
standa upp og vitna, að viðburðum sé ekki lýst með sögu-
legri nákvæmni, en tilgangurinn sé að lýsa þ j á n i n g -
u n n i .
,,Ekki þjáningu þinni eða minni, ekki þjáningu á-
kveðinnar þjóðar, aldar eða stéttar, þótt svo kunni að
virðast, heldur þeirri þjáningu, er beljar eins og elfar
logandi eimyrju um jörð vora, en falla saman í fossum
hér og' þar og mynda brennandi hringiðu af kvöl, —
um þá þjáning, sem streymdi í dagrenning tímanna fram
af frumuppsprettu lífsins og mun halda áfram fram á
tímanna kvöld . . .“.
Og í kvöld er blóði úthellt . . . Það berast til vor
kvalastunur særðra og handtekinna manna sunnan úr
Vín . . . , borg hinna glaðværu söngva.
(í febráarmánuði 1934),