Kirkjublað - 15.04.1934, Side 5
KIR KJUBLAÐ
105
og drepur á dyr. Það er lokað, og enginn heyrir til hans.
Hann heldur áfram frá einu húsi til annars, en allsstað-
ar eru læstar dyr. Loks sér hann Ijós og stefnir þangað.
Hann kemur að húsi og ber af öllum kröftum. Hann veit,
að hér er fólk heima, en það opnar ekki fyrir honum.
Hann gengur í kringum húsið. 1 hálmdyngju við hús-
hornið sér hann grilla í mann, sem liggur þar tötrum bú-
inn og hálf-þakinn fönn. Hann snýr andlitinu móti ljós-
inu, sem skín út úr stofunni. Það er víst maður, sem hef-
ir verið úthýst. Iiann gengur nær. — Hann þekkir, að
það er Kristur — hinn rétti Kristur, sem liggur þarna
í fönninni — örendur.
Því hagar svo til á Sveaborg, að stórt svæði hefir
verið afgirt með gaddavír til þess að vera einskonar
fangelsisgarður. — Þangað er föngunum hleypt út á
daginn, og varðmenn með byssur standa með fram girð-
ingunni til þess að gæta þeirra. — Þarna inni á svæðinu
verða fangarnir nokkru síðar varir við einkennilegan
mann. Hann er tötralega til fara eins og þeir. Hann er
alskeggjaður og óhreinn eins og þeir. En hann er betri
og hjálpfúsari en nokkur þar inni. Hann dregur af brauð-
skammtinum sínum til þess að gefa þeim, sem magnlaus-
astir eru orðnir af langvarandi skorti. Hann er glaðari
en nokkur hinna og telur kjark í þá, sem örvænta, og
leitast við að milda og mýkja skap þeirra, sem formæla
og biðja kvölurum sínum óbæna. Hann vinnur enga stóra
sigra í þá átt, en samt gerist eitthvað daglega 1 kringum
þennan mann, sem sættir hann við tilveru sína og veitir
fullnæging einhverri þrá, sem lengi hefir verið ósvalað.
— Smitandi hitasótt hefir gengið í fangelsinu. Oft hníga
menn niður þarna á bersvæðinu örmagna. — Einkenni-
legi fanginn er alltaf fyrstur til að veita þeim hjálp. —
Hann ber þá í fanginu inn í fletin, og býr þar um þá og
stumrar yfir þeim. — En brátt líður að því, að hann
verður sjálfur veikur. — En hann harkar af sér um
hríð. — Þá getur hann komið því svo fyrir, að hann