Kirkjublað - 15.04.1934, Page 16

Kirkjublað - 15.04.1934, Page 16
116 KIRKJUBLAÐ l’að, sem að því sneri í greininni, var hvort sem er ekki annað en alvörulaust, strákslegt háð. — Hitt var ádeila á einhverjar trúar- skoðanir, sem Kirkjublaði koma ekkert við. Nú nýlega hefir félag' þjóðernissinnaðra stúdenta tekið. að gefa út blað, er það nefnir Mjölni. — Má ætla, eftir því sem það blað fer af stað, að í hópi þjóðernissinnaðra menntamanna ríki lotning fyrir kristinni lífsskoðun og hlýr hugur til kirkjunnar, því í þessum tveim eintökum, sem út eru komin, er ráðist harðlega á skrif Nýja Stúdentablaðsins um trúarbrögðin. Til þess að sýna þeim lesendum Kirkjublaðs, sem ekki sjá Mjölni, af hvaða hug er þar mælt um kirkjuna, má benda á niður- lag fyrri greinarinnar: „Kirkjan, vígi kristinnar lífsskoðunar i landinu, frjálslynd og víðsýn menningarstofnun með vakandi skilning á fjölbreyttum, and- legum þörfum einstaklinganna, er öruggasta vígið gegn villimennsku kommúnistanna, ef hún rækir hlutverk sitt vel“. . I síðari greininni segir svo: „Trúhneigðin er inngróin manneðlinu og víkur ekki frá því. Hún heldur sífellt áfram að leita að lausnum á ráðgátum lífsins og skilja æðri tilgang þess en baráttuna um brauð. Á lágu stigi vits- muna og þekkingar er mannsandinn nægjusamur eins og barn. En því hærra sem menn komast á þróunarbraut, þvi rneiri er máttur þeirra til að setja sér háleit markmið og þvi meira vitrast þeim af göfgi og tign þess alheims, sem þeir lifa í. Þvi hafa guðshugmyndir mannkynsins sífellt verið að hækka og fegrast eftir því, sem tímar liðu fram. Stærsta synd kommúnismans er það, að hann vill stöðva þessa þróun hjá mannkyninu. Með því að afneita tilveru mannssálarinn- ar, með því að meta að engu siðferðileg verðmæti, með því að ein- blina sífellt á hið ógeðslegasta og hraklegasta í mannlegu eðli, hafa kommúnistar fyllt hugi sína því svartasta vonleysi, sem nokkur kynslóð sögunnar hefir búið við“. i. ....— ------------ — KIRKJUBLAÐ Málgagn Islenzku kirkjunnar, gefið út af Prestafélagi íslands. Útgáfustjórn: Séra PriSrik Hallgrímsson, dómkirkjuprestur. — Ásmundur GuSmundsson, háskólakennari. — Árni SigurSsson, frlkirkjuprestur. Ritstjóri og afgreiðslumatSur: Séra Knútur Arngrímsson, Vesturg. 17, Rvlk. Sími 307B. Áskriítarver'ð fyrir árganginn kr. 3.00, er greiðist 1 tvennu lagi, kr. 1.60 1. júnl og kr. 1.50 1. okt. Útkomudagur 1. og 15. hvers mánaðar. Prentaö I fsafoldarprentsmiðju h.f.

x

Kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.