Kirkjublað - 15.04.1934, Síða 4

Kirkjublað - 15.04.1934, Síða 4
104 KIRKJUBLAÐ Með Bro var aftur öðru máli að gegna. Hatur hans til uppreisnarmanna bægði viðkvæmni hans frá framan af. Að vísu fann hann, að hér var unnið gagnslaust verk og fyigdi því Hastig að málum, er hann neitaði að vera þarna. En hann þráði að finna leið að hjörtum fanganna. Hann barðist við þá hugsun, sem oft virtist mynda ó- kleifan múr milli hans og þeirra, að ef til vill væri bana- maður bróður hans í þessum hóp. En ægilegar vanda- spurningar sækja að honum: Þessi þjáning, sem þarna blasir við, er aðeins eitt brot af öllum þeim kvölum, sem lífið á jörðunni verður að þola. — Handan við landa- mæri Finnlands og Rússlands eru einnig fangelsi troð- full sjúkum og sveltandi föngum. Þar eru skoðanabræð- ur finnsku fanganna sigurvegarar. Þar eru það skoðana- bræður finnsku sigurvegaranna, sem þjást. Hann sér fyr- ir sér þessa óslitnu hringrás bölsins í mannheimi: mót- gjörð, hatur, hefnd, — mótgjörð, hatur, hefnd, sem end- urtekst í sífellu í viðskiptum mannanna, unz nógu sterk fyrirgefning og fórn megnar að slíta hana. Meðan hann sat í fangelsinu í Helsingfors, hafði hann einu sinni dreymt undarlegan draum. Honum þótti hann vera staddur í Bajern eða Tyrol. Það var um há- sumar. Blómlegir dalir blöstu við og Alpatindarnir gnæfðu hvítir við bláan himin. Á sléttu utan við stóra borg hefir verið efnt til mikillar samkomu. Þar er sýnd- ur einskonar píslarsöguleikur. Kristshlutverkið í leikn- um er leikið af feitum og sællegum auðmannssyni. Hann situr í skrautlegu hásæti, sem menn hafa reist honum, klæddur dýrindis klæðum. Reykelsisský líða upp til hans. Og þessi sællegi ,,Kristur“ stendur upp brosandi, réttir út hendurnar og blessar yfir mannfjöldann. Fólkið krýpur á kné og fórnar höndum í djúpri tilbeiðslu. En draumamaður fyllist svo mikilli óbeit, að hann flýtir sér burt og hleypur sem fætur toga langt, langt burtfrá samkomustaðnum. En þá er allt í einu umhverf- ið breytt, enginn bjartur sumarmorgunn lengur, heldur köld vetrarnótt með stormi og hríð. Hann kemur að húsi

x

Kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.