Kennarinn - 01.06.1899, Blaðsíða 3

Kennarinn - 01.06.1899, Blaðsíða 3
—123— pað barn sé í fylsta máta fermingarfært, seru "kann" kverið og "kann" bibliusögurnar. En starfið er fólgið í miklu msira og vandasamara verki, nfl. því að hjálpa ungmenninu til að verða sanntrúað og sannkristið l hjarta. Það er sitt hvað að vita og trúa. Að sjálfsögðu parf hver maður að pekkja og skilja lærdómana og alt samhengi peirra, en um fram alt parf hann að trúa f>eim, og trúa peim ekki sem sögu eða vísindagrein, heldur trúa á pann hátt, að sannleikur peirra sé kraftur í sálu hans, guðlegur vitnisburður um leyndardóma tíma og eilífðar. Að vita um Krist er ekki hið eilífa lífið, on að þékkja hann með hjartanu sem sinn frelsara, sinn vin og sinn guð er eilíft líf. Skyldi ekki ofvíða vera lögð oflítil áherzla á að inenta hjartað jafnframt höfðinu. Aðal-verkefni prestsins við fermingar-undirbúning barnanna er að næra liið nýja líf, sem börnunum var í skírninni gefið. Hans fyrsta verk er að leitast við að komast eftir ástandi pessa lífs hjá hverju einstöku ungmenni, vita hja hverjum f>að er vakandi og hjá hverjum sofandi. Þar sem hið guðlega líf, sem veittist fyrir heilagan anda í skírninni, hefur varðveizt og viðhaldist og f>ar sem börnin hafa sífelt notið blessunar sklrnarnáðarinnar leitast presturinn við að efla og styrkja petta lif á alla vegu, og leiða barn- ið til alvarlegri iðrunar og sterkari trúar. t>ar sem, aftur á móti, að fræ- korn skírnarnáðarinnar liggja dauð eða sofandi í hjOrtum ungmennanna, og par seiu engin synileg merki hins nyja lífs eru, er pað skylda prestsins að brúka svo guðs orð, að samvizka og hjarta vakni, að barnið verði sér meðvitandi um synd og fyllist angri út af henni, læri að leggja hatur á syndina en prái af öllu hjarta lausn frá lienni, snúi sér svo til Krists og taki um hann dauðahaldi, sem sína einustu von. Þannig er aðal-atriði fermingar-uppsræðslunnar sannarlogt afturhvarf hvers fenningarbarns. Með pessu er ekki sagt, að hvert barnið geti nefnt pslstund og stað, pá afturhvarf petta atti súr stað, heldur hvert urn sig hafi i hjarta sínu sanna iðrun, p. e. angur út af syndinni,og sanna trú, p, e. taki með fullu trausti'við Jesú. séin hinum einasta frelsara. Þettaáaðvera skilyrði fyrir pví að ungmennið megi ferina. 1 liverju er píi fermingar-undirbúningurinn frtlginny ípví að heimfæra svo pað guðs orð, som áður hefur verið kent barninu, að pað komi til leið- ar liinu Sí'iluhjálplega naðarverki í sálu barnsins og færi pað endurfætt og helgað i faðm Jesú Krists. t>að má til að fara að hætta að ferma pá, sem ekkert hafa nema kalda kunníittu, en fenna pá eina,sem líkur eða vissa er fyrir að lífgaðir séu í Jesú Kristi, pvi bræðrafélug kristinna manna íi að sumunstanda af endurfæddum mUnnUm' einungis.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.