Kennarinn - 01.10.1899, Blaðsíða 3

Kennarinn - 01.10.1899, Blaðsíða 3
í Reykjavík, og var liann afhjúpaður 2. ág. 1885. Og b<5 er sá minnis- varðinn ótalinn, sem hann hefur sjálfur reist með ljóðum sínum, við hverja kirkju, á hverju heimili og í liverju hjarta, sem tilheyrir íslandi og—guði. Séra IJallgrímur var heilsugóður fyrri liluta æfi sinnar. Hann var stór maður vexti, óliðlegur, skolbrúnn og dökkhærður; fremur glaðlegur, eink- um á mannfundum, viðhafnarlaus og mjög orðhagur í ræðu, en enginn raddmaður. Séra Hallgrímur hefur ort margt veraldlegs efnis, einkum áður en hann varð prestur; þá skiftir um og skáldgáfa lians er öll helguð pjónustu drottins. Meðal annars orti hann prjá rímnaflokka. Er pað auðsætt, að liann kveður slíkt ungur og aðallega til dægrastyttingar, samkvæmt lands venju, er hel/.t fram um miðja pessa öld. Ekki gleymir hann heldur forn- sögunum nö fornum fræðum, pví hann hefur skrifað skýringar við vísurnar í sögu Ólafs Tryggvasonar og eins við Eddu. Þótti fróðum mönnutn það vel af hendi leyst. Enn heíir hann ritað ýmislegt í óbundnu máli andlegs efnis: kveld- og morgun-bænir, daglega iðkun hinna kristnu og umpenk- ingar. Ortu sumir prestar og samtíðarmenn hans ljóð út af pessum ritum hans, en aðrir sömdu hugvekjur út af ljóðum hans. Enn aðrir pýddu sálma liaus á útlend tnál: passíusálmana á latínu, hinn fræga útfararsálm, ilAlt eins og blóinstrið eina,” á dönsku og eitthvað á pýzku. Meðal peirra sem fengust við að p/ða passiusáltna séra Hallgríms á latínu, var Jón biskup Vídalín, sem var latínuskáld, en hann lauk pví verki aldrei. Til eru enn pá tvær latínu-p/ðingar af passíusálmutium, báður eftir íslenzka jiresta. Má af pessu sjá, hve rajög tnenn liafa verið hugfangnir af ljóðum og öllum verkum séra Hallgríms. Alt frá hans hendi, er bers/nilega skoðað sem helgir dómar Þannig reis upp nndlegur skáldskaparskóli af anda hans og kveðskap, heill bókmentakafli, par sem hann er aðal maðurinn, er allir lúta, ekki sem konungi í öndvegi, heldur sem spámanni drottins fyrir hans altari. Ómögulegt er annað en að pað veki aðdáun og gleði, við lestur ]jóð- tnæla séra Hallgríms, hvað hann er ávalt samkvæmur kenning guðsórða og lútersku kirkjunnar, “orthodox”, um leið og hann er skálda auðríkast- ur. Hann fer aldrei í gönur og erslíkt fátítt um skáldin, pó sanntrúuð séu. Eins og vikið var að, var séra llallgrímur barn siðbótarinnar. Á tið séra Hallgrítns var blóma öld andlegs kveðskapar meðal prótestanta,_______ svipað og á 12. og 13. öld hjá katólskum. Lúter sjálfur var sálmaskáld. Sagt var af óvinum hans, að sálmarnir hans væru hættulegri katólsku ltirkjunni en rit hans og ræður. Síðan hafa prótestantar ávalt ort oo-

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.