Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Síða 3

Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Síða 3
107 »Margan Iæknaði son Guðs sæti sjúkan meðal almúgans#, » og vjer lesum í guðspjöllunum frásögurnar um það, hvernig menn færðu til hans alla sjíika, sem af ýmislegum krankleikum og þungum sjúkdómum voru haldnir. I sögunni hjer á eptir, sem er lauslega þýdd úr ensku blaði, er reynt að gefa, lifandi og ljósa mynd af þessu : Saga þessi gjörist á hinu sólbjartá Sýrlandi um uppskerutímann. Allir sem eitthvað gátu tek- ið til handargagns, karlar og konur, ungir og gaml- ir, voru úti á ekrunum. 'þorpið, sem saga þessi gjörðist í, varaðkalla alveg mannlaust, það heyrð- ist bara barnahjal úr litlum aldingarði við eitt af hinum fátæklegri hreysum. í garðinum voru tvö börn, systkini, jafnaldrar að kalla, Jónas 8 ára og Ester 7 ára, gullfalleg börn með dökka lokka og bjartan svip. Ester var að leika sjer að kiðlingn- um sínum, sem hoppaði á apturfótunum og myndaði sig til að stanga, en Jónas var að reyna að ná lagi á hljóðpípuna sína, hún var reyndar ekki merkileg, bara skorinn reyrleggur, en hann skemmti sjer vel við hljóðpípuna sína samt. Að þessu voru litlu systkinin að leika sjer, en þau skemmtu líka öðrum um leið, og það var hún amma þeirra gamla, sem sat í opnum dyrunum ; hún hafði því meira yndi af að heyra í þeim hjalið og hláturinn, af því að hún gat ekki sjeð þau, aumingja amma þeirra var blind, hafði verið steinblind í mörg ár. Hún var nú í þetta sinn ein heima með börniu, húsmóðirin var fjarverandi, móðir barnanna og

x

Ný kristileg smárit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.