Tákn tímanna - 01.03.1922, Blaðsíða 6

Tákn tímanna - 01.03.1922, Blaðsíða 6
46 TÁKN TÍMANNA Sorglegast finnst mér það vera, þegar þeir, sem eiga að vera þjónar íagnaðar- boðskaparins, flytja í og með kenningar, scm ekki hafa með kristindóm að gera, heldnr eru beint teknar úr hinni heiðnu heimspeki fornaldanna. En endalok slíkra verða líka samboðin verkunum. wþví ekki allir, sem til mín segja: Herra, Herra, munu komast í himna- riki«, segir Jesús, »heldur þeir einir, sem gera vilja míns himneska föðurs«. Vilji hans verður fundinn í orði hans, og gefi Guð mörgum einlægum sálum náð til að finna vilja hans þar og breyta samkvæmt honum, þó spekingar þessa heims og jafnvel þeir, sem ættu að bera vilja hans fram fyrir þjóðina og taka fyrir þaö stór laun, láta sér það sæma að vinsa úr ritningunni því, sem þeim þykir óviðeigandi, og fylla svo up í skörðin mcð speki þessarar aldar, sem að engu munu verða. Guð forði ein- lægar sálir frá slíku. Skýring. Einu sinni var járnsmiður nokkur, alþektur að trúardjörfung, staddur í smiðju sinni að starfsemi. Þá kom til hans maður einn, sem var jafnkunuur að vantrú og hæðni og gaf sig á lal við hann á líkan hátt og fræðimennirnir við Jesúm forðum. »Pú segir, að þú sért kristinn«, hóf aðkomumaður máls. »Já«, svaraði smiðurinn hiklaust. »Já, en mig minnir líka, að ég haJi heyrl þig segja, að Kristur sé í þér og það finst mér nú vera ein af þeim ara- grúa af mólsögnum, sem þið kristnir menn gerið ykkur seka í«. »Finnst þér það«, svaraði smiðurinn og hélt áfram að blása að kolunum, svo að neistarnir sindruðu úr járntein- inum, sem hann hélt í eldinum, og var hinn rólegasti. »Já, það er nú af þvi, að þig brestur skilning«. »Já, en þú gætir þá ef lil vill hjálp- að mér dálítið og gert mér grein fyrir hvernig hægt sé að hugsa sér það, að þú sért í Kristi og Kristur sé líka í þér«. »Og jæja«, svaraði smiðurinn og hélt áfram að blása, þnngað lil járn- leinninn var orðinn alveg hvítglóandi. »Líttu á járnteininn þann arna«, sagði hann svo, »hann er í eldinum eða er ekki svo. Og svo muntu sjá, að cldur- inn er líka í teininum, og ef þú vilt ekki trúa þvi, þá gelur þú lekið hann og þreifað á honum«, og að svo mæltu dró hann leininn út úr cldinum í snalri og rétti glóandi endann á honum að spottaranum, en hann brá sér undan sem fljótast. »Verið í mér, þá verð cg í yður«. í þessum orðum cr allur hinn einfaldi leyndardómur helguuarinnar fólginn. Vertu í Jesú, þá verður hann i þér, eins og eldurinn verður í járninu, sem liggur í eldinum og breytir kalda, dimma og liarða járninu svo, að það verður heitt, lýsandi or’ beygjanlegt. Vertu í Jesú, eins og greinin í víntrénu, þá verður Jesús í þér, eins og viutréð er í greininni með fjörgjafarkrafti vökva sinna, og lætur þig bera ávöxl. Lcsendur cru vinsamlegasí beðuir að laka eflii', að áratalan var ckki rétl á síðasla lölublaði. 1921 átti að vera 1922.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.