Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 3
Bænheyrzla.
Hinn nafnkunni læknir Barnardo, forstöðumað-
ur fyrir stærstu munaðarleysingjahælum heimsins,
hefur sagt þessa sögu:
Jeg var að kvöldi dags á gangi á götunum í
London, og kom þá auga á dreng, sem var að
selja eldspítur við eitt götuhornið. Bað leit ekki
út fyrir að salan gengi vei. Veðrið var kalt, og
jeg sá að hannskalf. Hann vará aðgizka lOáragamall.
„Hvað hefurðu selt. fyrir mikið í dag, dreng-
ur minn?“ sagði jeg.
„Ekki nema fyrir 5 aura.“
„Það var lítið.“
„Já, en jeg má til að selja fyrir 5 aura enn.“
„Því þá?“
„Jeg verð að kaupa mat handa þeim, sem
heima eru.“
„Er mamma þín lifandi?"
Já, og svo á jeg litla systur."
Jeg sagði honum að jeg væri læknir, og gæti
ef til vill hjálpað múöur hans, og þá var harin fús
til að fylgja mjer heim til sín.