Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 20

Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 20
20 Guði sje lof fyrir það að það eru þó til heimili hjer á landi, þar sem menn skammast sín ekki fyrir að þakka guði yflr borðum og meina eitthvað meö því, — en skyldu þau vera mörg? Hvað þekkir þú mörg heimili hjerna á íslandi, þar sem það er gjört. Einu sinni var þó sá siður algengur, en því iniður hefur það seinast orðið ekki annað en gam- all siður, annars mundi hann ekki eins gjörsamlega horflnn úr heilum sveitum. Erlendis þykir sjáifsagt á kristilegum heimilum að biðja borðbæn við hverja máltíð; ætli vjer íslendingar yrðum minni menn, ef vjer færum til þess einnig. Það er naumast hætt við að það yrði sti'ax aptur dauður siður vor á meðal; þeir mundu sjá um það vantrúarmenn- irnir og guðleysingjarnir, sem jafnvel fara svo langt í heimsku sinni, að þeir gjöra gys að því í blöðun- um, ef þeir frjetta að einhverjir láti það sjást að þeir gleypi ekki ofan í sig matinn þakklætislaust, eins og þeir sjálfir, og — svínin. — Hjer má minna á bóndann, sem gjörði bæn sína við snæðing á veit- ingahúsi. Gárungar, sem þar voru við, sögðu þá: „Þu getur sleppt þessu, bóndi sæll, það er ekki lengur „móðins." „Jæja,“ svaraði bóndinn, „þá sje jeg að svínin heima hjá mjer eru „upp í móðinn," því þau þakka aldrei fyrir sig, liversu mikið sem þeim er geflð." -- Það er talið ókurteist og ósam- boðið siðuðum manni að þakka ekki gestrisni og greiða, sem mennirnir veita hvorir öðrum, en það er líklega ekkert athugavert við það, þótt þakklæt- ið við „gjafarann allra góðra hluta" komi ekki frain

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.