Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 21

Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 21
21 í neinu? Gestrisnir efnamenn eiga líklega fremur skilið kurtoisi og þakklæti en drottinn allsherjar? — Hvað virðist þjer? Sýnir þú það í nokkru að þú meinir nokkuð með því, er þú segir: Gef oss í dag vort daglegt braui)? Mikið er alvöruieysið og hræsnin en þó tekur nú út yflr er vjer förum að íhuga 5. bænina i „faðirvori" annars vegar og almenning hins vegar. Margur maðurinn, sem ekki veit meira um aptur- hvarf og kristilega iðrun en um hebrezku, segir: Fyrirgef oss vorar skuldir. Einhverjum kann að þykja þetta hörð ræða, en hún er samt of-sönn, eða rjettara sagt, það er sorglegt að hún er sönn. „Syndin er þeim Ijettari en fjöður," eins og Lúther sagði. Andlega sofandi maður kann vel við sig i synd- inni, að mörgu leyti minnsta kosti, og verður gramur, ef nokkur skyldi diifast að ýta við honum. Sum- ir unna lausung og ósiðsemi, aðrir ofdrykkju, sum- ir mammon, aðrir hjegómagirnd og „monti“ og all- ir vilja þeir fá fullt griðabrjef fyrir sína iesti, þótt þeir kannist við að lestir annara sjeu óhafandi. Enn aðrir forðast alla opinbera lesti en eru svo ánægð- ir með sjálfa sig, og samgrónir sjálfbirgingskápunni, að það er ofvaxið öllum mannlegum kröptum að koma þeim úr henni. — - Samt fara þessir menn við og við með 5. bænina, og ef drottinn svaraði þeim, yrði það iíkiega á þá leið: Þú kærir þig ekki iim fyrirgefningu, heldur um leyfi til að halda lengra á syndabrautinni. — — fað er sorglegt að synd-

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.