Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 24

Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 24
24 um moigni. fað getur verið að þeir hafi lesið það, en hitt er ósennilegt, að þeir haii beðið: Eigi leið þú oss í freistni. Satt er það að heimsins barn getur óttast freist- inguna, af því að það veit, að tímanleg eymd er venjulega skilgetin dóttir syndarinnar, en það ótt- ast ekki að missa náð guðs eða lífið í Kristi, því það tvennt náð og andlegt líf er því alveg ókunn- ugt. Óendurfæddur maður hræðist heldur ekki freist- ingarnar, sem væru þær snörur djöfulsins, því hann þjónar honum sjálfur að meiru eða minnu leyti, og heldur þó stundum að djöfullinn sje alis eigi til. Því eins og álkunnugt er, eru margir þeirra sem flæktastir eru í vjelum djöfulsins, iðka mest af störf- um hans og ákalla hann optast, svo heimskir og blindir að þeir segja, að hann sje ekki til nema í hugmyndasmíði prestanna. Ætli þessir menn „lesi“ með alhug: eigi leið ]>w oss í freistni? Margur óendurfæddur maður kann að óska þess að vissu leyti að guð frelsi þá frá „iilu.“ En þetta „illa“ er þá sjerstaklega eignat.jón, heilsubrost- ur eða önnur óhöpp, og er þó lítil alvara hjá þeim að treysta guði í þeim efnum eins og fyr er sagt. En því síður er þoim alvara moð að biðja guð að frelsa sig frá því, sem í sjálfu sjer er illt og kemur beinlinis frá föður syndarinnar. Eða skyldi þetta vera ofhermt? Ætli þeir menn biðji í alvöru: „fi-elsa þú oss frá illu,“ som segja að enginn eðlismunur sje milli góðs og ills, syndar og dyggðar, syndin sje ekki til annars en að þroskamanninn, og það náj

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.