Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 32

Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 32
32 ar. Og ef þú trúir, trúir eins og óspillt barn trú- ir góðum föður, þá verður hjarta þitt gagntekið af þakklæti við þrieinan guð, sem fyrirgefur svo gjör- samlega syndirnar, að hann minnist þeirra ekki framar. Þjer verður kært að fylla hans flokk, þjóna honum og hlýða allt til dauða. Jesús er þá athvarf þitt, huggun, friður, von, já, allt í öllu. Dauðinn er þá í augum þínum ekki annað en boðberi hans, sem segir þjer að nú megir þú flytja þig úr landi hættunnar og reynslunnar hcim lil Jesú í land dýrð- arinnar, þar sem þú færð að sjá vorn elskaða frels- ara augliti til auglitis, og með honum alla útvalda, öll guðs börn allra tíma, og taka þátt í gleðisöng þeirra hjá föður vorum á himnum. Náð og friður drottins Jesú Krists gagntaki hjarta þitt og huga, nú og ætið. Amen. (Hugvekja þessi er að miklu leyti löguð eiitir dönsku riti um sama efni.)

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.