Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 15

Vekjarinn - 01.01.1903, Blaðsíða 15
15 sem er fyrir augliti drottins. — Er það ekki svívirði- leg hræsni? Er ekki ástæða til að furða sig á lang- lundargeði drottins, sem hegnir ekki þegar í stað slíkri guðlöstun? — Sami maður segir ennfremur: „helgist þitt nafn“, og hirðir þó eigi vitund um guðs nafn og leggur það ef til vill við hjegóma daglega eins og þorri manna gjörir, því hvar sem maður er á ferð, og á ílest heimili sem maður kemur, má stöðugt heyra, hvernig menn brjóta annað boðorðið. Ef maður eða hestur hrasar um stein, má opt heyra: „Guð hjálpi mjer,“ og svo blótsyrði í sömu and- ránni. E’ega.r stúlkurnar sjá falleg svuntutau í búð- unum hiópa þær: „Guð almáttugur!" og mörg móðirin segir, þegar börn hennar koma grátandi frá leikjum sinum: „Jesús minn, mikil bölvuð læti eru í ykkur krakkar." Verði einhver svo djarf- ur að finna að þessum ósóma, þá er svarið á reið- um höndum: „Skárri er það nú smásmyglin; jeg meina ekkert með þessu.“ — Ilvílík fásinna! Guðs \ orð segir: Guð mun ekki láta þeim óhegnt, er brúka hans nafn gálauslega. Englarnir hylja ásjónur sín- ar i lotningu og kraptar undirdjúpanna skjálfa fyr- ir því nafni, undir því einu er sáluhjálp vor kom- in — og þó er það svo lítils virði i augum fávísra manna, að þeii' „meina ekkert moð þvi,“ þótt þeir nefni það. — Og þessir menn og konur, — því stúlkurnar fara optar gálausiega með nafn guðs, [ líklega til að sýna guðrækni sína, en piltarnir ákalla aptur optar Satan, þykir það jafnvel ómissandi við

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.