Verði ljós - 01.08.1896, Blaðsíða 7

Verði ljós - 01.08.1896, Blaðsíða 7
119 ingunni miklu eins hiklanst og Pjetur forðum: „t>ú ert Kristur sonur liins lifanda guðs!“ Svo hefi jeg þá ekki öðru hjer við að bæta, Bergþór minn góður! cn þcirri hón til þín, að þú fyrirgeíir þinum gamla fóstra allar málalengingarnar. Bins og það er i fyrsta skipti að jeg skrifa þjer um þess konar cfni, þannig býst jeg og við að j)að vcrði í síðasta skipti. Jeg býst ekki við því, að þetta, sem jeg heii sam- anskrifað af fátækt anda míns haii sannfært þig eða beint trúar- skoðunum þínum í annað iiorf; cn þú ert ungur enn þá, sonur minn! og sú stund getur upprunnið ylir þig, að lífið og lífsreynsl- an sýni þjer fallvaltloik þeirra skoðana, sem þú nú hofir grund- vallað á lífsbyggingu þína; þá gæti svo farið, að þú fyndir eitt- hvað, er gæti beint skoðunum þínum á rjetta leiö, í hugleiðingum þíns gamla fóstra viðvíkjandi „spurningunni miklu“. Þá bið jeg þig að minnast þess, að jeg var og vildi ávalt vera eins og jeg cr nú þinn elskandi fóstri Hjörtur. Kristsmeim — krossmemi. ii. Jóhann Friðrik Oherlin. Þar sem fjdkið Elsass nær lengst í vcstur, liggur dalverpi eitt lítið, er Steindalur heitir, rúmar tvær þingmannaleiðir frá Strassborg. Á bak við dalinn gnælir einn af ásum Vogesafjallanna, Háafell að nafni, en fyrir framan rennur spræna ein lítil, en þó býsna straumhörð, því liún rennur í halla, og nefnist hún Brauss- fljót. Ferðamáðurinn sem nú kemur í dalinn, og þangað leita margir vegna hcilnæmis loptslagsins þar, furðar sig á nafni dal- vcrpisins, því þar sjest varla „steinn í túni“, þar sem ekki brciða sig algrænar akurreinar, þar cru svalir skógarrunnar, og hin sináu bændabýli standa hvervetna umkringd fögrum aldingörðum. Alt þetta virðist aðkomumanninum harla ósamrímilegt við nafn dal- verpisins. Og þó kemst hann brátt að því, að dalurinn hcfir einu sinni borið nafn sitt með rjettu. Fimm jiorp sjer hann í dalnum. Bitt þeirra, sem í miðjunni liggur, heitir Valdersbach. Þar liggur sóknarkirkja dalbúa, snoturt hús að utan, cn ekki stór. „Hcfurðu sjeð föður Óberlín“, segir drengurinn i Valdersbach við ferðamann- inn. „Hver er faðir Óberlin?“ spyr fcrðamaðurinn. „Nú, liann

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.