Verði ljós - 01.12.1896, Side 4
180
var fyrst í l»ví fólginn, að þoir urðn útlægir úr hinni jarðnosku
paradís og áttu þangað ekki ariturkvæmt. Æfi þeirra varð upp frá
því útlegðardvöl. En í útlegðinni höfðu þeir þar að auki þungt
ok að hera, því meðvitund syndasektarinnar lá sífelt upp frá þessu
sem þung byrði á samvizku þeirra og þcir fundu sig reirða af
fjötrum spiltra girnda og illra ástríðna. Viljinn til hins góða var
veiktur og kraptarnir til hins góða lamaðir. En útlegðardómurinn,
sem hafði útilokað foreldrana frá paradís, náði einnig til barnanna
og allra niðja þeirra, já, mcira að segja börnin og niðjar þeirra
fæddust reirðir hinum sömu ánauðarfjötrum, sem' foreldrarnir
voru fallnir í. Enginn fæddist framar til hins upprunaloga frclsis,
sem hinir fyrstu ménn nutu í sakleysisstöðunni. Eæðing allra varð
fæðing í spilling, fæðing til synda og þvi líka fæðing til þrældóms.
Og þá er vjer enu í dag lítum á fæðingu vora án þess að líta
um leið til fæðingar Jcsú og aflciðinga liennar, hljótum vjer allir
sárt að finna til þess, að einnig vjcr erum fæddir til útlegðar, já,
til sorglegs þrældóms í syndafjötrum. — En þegar vjer lítum til
Jesú fæðingar um leið og vjer hugsum um eigin fæðingu vora, þá
fær þetta annað útlit. Af náttúrunni erum vjer fæddir til þræl-
dóms, en fyrir fæðing guðs sonar erum vjer fæddir til frelsis.
Hann, sem einn hefir í heiminn fæðzt án syndugs eðlis, hann hefir
með sinni fæðingu helgað og blessað vora fæðingu með því að
opna oss aptur veg til dýrðlegs frelsis guðsbarna. Með fæðingu
Jesú opnaðist paradís aptur hinu fallna Adams kyni, að vísu eigi
hin jarðneska, heldur önnur æðri, himnesk og eilíf paradís. Þótt
þetta líf liafi ekki við fæðing Jesú Krists hætt að vera útlegðar-
staða, þá er þó frelsið fengið; útlagarnir eiga heimvon aptur. í
voninni getum vjer nú þegar lifað i föðurhtndinu, af því að vjer
vitum nú veginn heim þangað. Að vísu eru fjötrar spiltra girnda
ekki hættir að reira mennina síðan Jesús Kristur kom í heimiun,
en kraptarnir til að losast úr þeim smámsaman eru þó meiri en
áður, sökum þess að þeir, sem lifa í Jesú-trú, vita, að þoir eru
eigi einir að verki yfirbótar sinnar, heldur styrkir guðs heilagi
andi veikan mátt þeirra þegar þeir vilja berjast. Að vísu hvílir
byrði syndameðvitundarinnar cnn þá sífelt á samvizkum vorurn, en
af því vjer vitum, að hann cr i heiminn borinn, sem er vort frclsi
og friðþæging, þurfum vjer þó eigi að vanmegnast af örvæntingu.
Guðs sonur hcfur borið syndir vorar og bætt fyrir þær. Sú trú
og fullvissa veitir sálum vorum hvild og fró. Þannig getum vjer
nú fyrir fæðing guðs sonar orðið frjálsir að nýju, frjálsir í voninni