Verði ljós - 01.12.1896, Page 10

Verði ljós - 01.12.1896, Page 10
186 Hann koniur í skammdeginu, þcgar nóttin virðist hafa unnið sigur j'fir deginum, þcgar myrkrið virðist voldugra en Ijósið, þogar sóiin verður að hýrast bak við fjöllin háu, án þoss að þora að gægjast upp yíir þau, nema örskamma stund úr degi, rjett til þess að minna mennina á, að hnn sje þó enn við líði, — þá kemur hann, cngill jólanna líðandi yfir landið, ogprjedikarljósið, hið eilífaljós, sem okkert fær hulið, hið almáttuga ljósið, sem hrýst í gegnum hina dimmustu nótt og slítur myrkranna hlekki sem hrunninn þráð. Sjá, engill jólanna er ljósboði. „Lítið upp, þjer jarðarinnar börn! lítið upp og sjáið! Ljósið hofir unnið sigur yfir myrkrinu. í austri skín hin skæra stjarna, fæðingarstjarna Ijóssins, Betlehemsstjarnan, og sjá, geislar hcnnar breiðast yflr jörðina, lýsandi og vermandi. Sól sólnanna er upprunnin og skín jafnt á hallir konunganna og hroysi kotunganna. Fagnið og vcrið glaðir, konungur ljóssins er í lieiminn borinn!“ — Petta er prjcdikun jólaengilsins. Hann kcmur þegar vetrarstormarnir æða yfir landið svo hý- býli mannanna titra sem strá í vindi, þogar hriktir í ásum fjall- anna og hnúkarnir taka að bifast og skriðurnar steypast niður á sljettlondið, hlífandi engu scm fyrir verður, þegar sjórinn er allur í uppnámi og sendir hverja holskefluna á eptir annari frá sjer upp á landið og lætur þær skella með hávaðagjallauda á strönd, sog- andi til sín alt, sem fyrir vcrður og færzt, getur úr stað, lifandi cða dautt, þegar höfuðskepnurnar hamast og æða sem mest, — þá kemur hann, engill jólanna líðandi yfir landið, og prjedikar frið, frið á jörðu, frið í kirkju, frið á heimilum, frið í hjörtum. Sjá engill jólanna er friðarboði! „Líttu upp, þú stríðandi kynslóð, sem alla þína æfidaga átt i striði og baráttu við fjendur, sem þjor er uin mogn að vinna bug á. Lítið upp, j)jer sem berjist við eymd og fátækt, við andstreymi og sorg, við synd og dauða. Stríðið cr á enda, dagur friðarins cr upprunnin yfir lönd og lýð. Komið, komið, konungur friðarins er fæddur á jörðu!“ — Þetta cr prjedikun jólaengilsins. Hann keinur þegar harka vetrarkuldanna hefir lagt jörðina í dróma, þegar ekkert af því, sem falið liggur i foldarskauti, fær að gægjast frain undan jarðarskorpunni, þegar öll náttúran, allur henn- ar blómi, alt hennar yndi, alt hennar líf liggur í fjötrum, ánauðar- fjötrum ísa og frosta, — þá kemur hann til vor, engill jólanna liðandi yfir landið, og boðar frelsi, frelsi frjálsbornum, frelsi þræl- bornum, frelsi öllum, sem frelsi þrá.

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.