Verði ljós - 01.12.1896, Page 11

Verði ljós - 01.12.1896, Page 11
187 Sjá, engill jólanna er einnig og einkum frelsisitoói. „'Rísið upp, allir þjer, sem sárast andvarpið undir ánauðarokinu, sem stjmjið þungan undir byrði lífsins, byrði áhyggjanna, byrði sorganna, byrði syndanna: Konungur frelsisins hefir fæðztájörðu. Sjá, jeg flyt yöur mikinn fögnuð, sem viðkemur öllu fólki: I dng er yður frelsctri fœddur!“ — Þetta er prjedikun jólaengilsins Engiil jólanna líður yfir landið. Sjá, hann nemur staðar við hvers manns dyr. Engin höll cr svo há, ekkert hreysi svo lágt, að engill jólanna nemi þar ckki staðar og drepi á dyr. Hann á erindi til allra, hann á crindi til hins ríka og hins fátæka, hins hrausta og hins veikburða, til ö]d- ungsins ekki síður en til barnsins. En engill jólanna fær ekki að koma inn alstaðar. Víða er honum úthýst með öllu, engli jólanna úthýst á sjálfum jólunum! Já, það er eitt af hcimsins þyngstu meinum. Veraldarglaumurinn, syndaglaumurinn er svo hávær innan dyra, að cnginn heyrir þegar engill jólanna drepur á dyr. Sumstaðar fær hann að gægjast inn rjott eitt augnablik, en það er ekkcrt næði til að hlnsta á boðskap jólaengilsins. Allir vilja halda jól, cn margir án jólaengilsins og án jólaboð- skaparins. Dapur í bragði hverfur engill jólanna frá dyrum slíkra manna. En, guði sje lof! engli jólanna cr ekki úthýst alstaðar. Og þar sem hann fær inn að koma og þar sem hann fær að bora fram boðskap sinn, boðskapinn uin barnið í jötunni, boðskapinn um guðs góða son, sem gjörðist maður vor á meðal, til þess að vjer gætum orðið guðs börn, þar kvcður við úr djúpi hjartnanna lofgjörð og þakklæti, og mannanna börn sýngja moð englum guðs jólasönginn gamla, sem þó ávalt er jafn nýr: „Dýrð sje guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknan yflr mönnunúm!“ Hoill því húsi, sem ekki úthýsir cngli jólanna. Heill því hjarta, sem tekur á móti boðskap jólaengilsins! Því sá, sem úthýsir ongli jólanna, hann úthýsir lífboðanum, ljósboðanum, friðarboðanum og frelsisboðanum, já hann rckur gæfu sína á dyr á sjálfum jólunum. Hvað gjörir þú, sem þetta lest? Hefir þú opnað húsdyr þínar og hjartadyr þinar fyrir engli jólanna? s> '

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.