Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 12
188 Hvað í lionum bjó. Dálítil frásaga eptir I. (Lauslega þýdd). c?r- ;j||’ gömlu og hrörlegu húsi í einni af minstu götum bæjar- ins, bjó gamli Knútur snikkari. Hann hafði verið veikur í mörg ár og var nú orðinn svo máttlaus í líkamanum að hann gat varla snúið sjer við hjálparlaust í rúminu sínu. Aðeins vinstri handlegginn gat hann ennþá hreift og augun voru góð eins og þau höfðu ávult verið. Hvorttvcggja kom sjer vel, því að gamla biblían hans lá lengst af ofan á yíirsænginni og í henni las hann löngum þegar verkirnir voru ekki því verri. Hún hafði stytt hon- um marga stundina í rúminu, blessuð bókin þessi, og margt hugg- unarorðið hafði hann lesið sjer til úr hcnni, þegar illa hafði legið á honum; því það lá stunduin illa á gamla Knúti Hann hafði verið vinnuforkur mesti alla daga og iðjuleysið hafði ávalt átt mjög illa við haun. En mest fann hann þó til þess vegna konunnar sinnar, því honum fanst hann aðeins vera henni til þýugsla eins og hann var á sig kominn. Hún gjörði aptur á móti alt sitt til að fullvissa hann um, að þetta væri hreinasti misskilningur; ckkert væri sannleikanum fjarstæðara en það, að hann væri henni til þyngsla. „Guð blessar heimilið þín vegna, pápi“, sagði ganda konan og leit með kærleiksitliðu augnaráði til hans, þar seui hann lá i rúminu; „j>ú sjerð það, okkur vanhagar ekki um ncitt af neinu.“ Konan hans gamla Knúts var crn og ennþá hin duglegasta til allrar vinnu. Hún þvoði fyrir fólk, og þar eð hún vandaöi sig sem bezt á þvottinum, hafði hún ávalt nóg að gjöra. En hún átti samt erfiðara með að komast af, en hún Ijet uppskátt og mest af öllu varaðist hún að láta Knút sinn vita nokkuð um það. Þau áttu ekki nema eitt, barn; það var ötull, móeygur drengur, fríður sýn- um, vcl greindur og fastur í lund. í sk.'lanum gekk honum hið bezta og seinna varð hann ástundunársamur og iðinn við handiðn sína. Hann ætlaði að verða snikkari eins og faðir lians hafði verið. Þegar Einar — en svo hjet þessi einkasonur þeirra — hafði náð tvítugu, fór hann að hugsa um að staðfesta ráð sitt, sem mað- ur sogir. Eiríkur málari bjó ekki langt frá Knútshúsi, hann átti dóttur cina, unga og myndarlega, eins og hún átti ætt til. Hún hjct Ingibjörg. Einari hafði verið mjög vel til hennar síðan þau voru börn bæði tvö; þá voru þau lciksystkin; nú voru þau bæði

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.