Verði ljós - 01.12.1896, Side 13

Verði ljós - 01.12.1896, Side 13
189 oröin fulltíða, en við það hafði viuáttan ekki minkað heldur niiklu fremur orðið enn dýpri og innlegri. Að minsta kosti áleit Einar það fyrir sitt loyti og hann ímyndaði sjer hið sama, hvað hana snerti. Og cndirinn á þvi varð sá, að Einar fór einn góðan veður- dag í sparifötin sín, og eins og margur ungur maður á hans reki hcf- ir gjört, bæði á undan og eptir honum, gckk beina leið heim til Eiríks gamla, til þess að sogja honum frá málavöxtum. Eiríkur gamli var greindur karl og skildi strax hvert erindið var, en hann lofaði Einari ekki að tala út, heldur tók fram í og mælti! „Við skuium bíða nokkur ár, drengur minn“. Hann sló á öxlina á honum, „jeg verð fyrst að sjá, hvað í þjer býr.“ —Bón- orðsförinni var lokið í það skiptið. „Hvað í þjer býr!“ endurtók Einar með sjálfum sjer, er hann gekk heiin til sín kafrjóður í kinnum. „Jeg skal sýna honum það, hvað i mjer býr“. Og Einari var blá alvara. Hann ásetti sjer að liggja ekki á letihliðinni, heldur láta karl sjá það, að hann væri maður, sém dugur væri í og sem hann því óttalaust gæti trúað fyrir efnilcgri dóttur sinni. Það, sem Eiríkur málari átti við, er hann sagði þetta „jeg verð fyrst að sjá, hvað í þjer býr“, var reyndar nokkuð annað en það, scm Einar hjelt. Eiríkur átti við það, hvílíkur hann reyndist, hvort hann reyudist góður og ráðvandur maður. En Einar liafði lagt annan skilning á orð hans, hann lijelt, að alt væri uudir því komið, að sjer græddist fje og að hann kæmist í vog. Þess vegna vanu hann enn ineira en áður og setti meira en hclming viku- lauua sinna inn í sparisjóðinn. Hann vissi það vel, að efnahagur foreldra hans var þröngur, að húsaleigan var enn óborguð og að cldvlðarlaust var orðið, en hann gat ekki tekið neitt tillit til neins af þessu, hann varð að hugsa um sína eigin framtíð. Einu sinni l>að móðir hans liann um að lána sjer tíu krónur og hann fjekk henni þær líka, en hann fjekk henni þær þannig, að hún bað hann aldrei optar um nokkuð slíkt og fiýtti sjer að borga honum aptur lánið. Hún var að eðlisfari glaðlynd og hafði snemma numið þá líst að bera byrðar lífsins með jafnaðargeði. En þetta fjell henni þungt, er hún sá, hvernig hugur og hjarta þessa einasta barns þeirra, sem hún liafði þrælkað fyrir í svo mörg ár, hneigðist æ ineir og meir burt frá foreldrunum og heimilinu, þótt fátækt væri. Brátt flutti Einar alveg burt frá foreldrum sinum og leigði sjer herbergi rjett hjá vinnustofunni, þar sem liami stóð við smíð- ar á daginn. Fæði sitt fjekk hann á sama stað, svo að nú gat pott-

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.