Verði ljós - 01.02.1897, Síða 13
29
Kristsmeim — krossmeim.
iii.
Sjera Jón lærði í Möðruíelli.
Eptir Bjarna Símonarson.
m.
Nokkru eptir miðja 18. öld (1758) vígðist til Grundarþinga
í Byjafirði Jón prestur Jónsson, lögréttumanns Oddssonar frá Bakka
í Svarfaðardal; höfðu þeir langfeðgar búið þar í dalnurn, hver fram
af öðrum. Áður en Jón prestur vígðist hafði hann verið djákni á
Möðruvallaklaustri í prestskapartíð Þorláks skálds Þórarinssonar.
Kona sjera Jóns hjet Sigríður Bjarnadóttir. Einkasonur þeirra hjet
Jbn, og er það hann, er hér skal nánar getið. Hann var fæddur
að Guðrúnarstöðum í Eyjafirði (28. ágúst 1759). Þar bjó faðir
hans fyrstu prestskaparár sín og svo að Grund, en síðast að Núpu-
felli.
Sjera Jón var vel að sjer eptir því sem þá gjörðist, einkurn
er orð gjört á latínulærdómi hans; hann var og skáld á latneska
tungu; hefir hann meðal annars orkt þakkarkvæði til presta
í Kristjánssandsumdæmi í Noregi fyrir gjafir til fátækra presta
íslenzkra. Til er og eptir hann veðráttuannáll og ýmsar þýðingar
af læknisfræðisritum. Ymsir göfugir menn komu sonum sínum til
hans til læringar; hjá honum námu þeir skólalærdóm, synir Þór-
arins sýslumanns á Grund og hálfbróðir þeirra, Jón Espólín. Jón
prestur kendi og syni sínurn allan skólalærdóm, og útskrifaði
mag. Hálfdán Einarsson hann vorið 1780, og lauk lofsorði á þekk-
ingu hans.
Jón prestur var jafnan við frernur veika heilsu, og er hann
var 64 ára gamall fjekk hann son sinn vigðan sjer til aðstoðar í
embættinu. Hann var vígður 1. júní 1783 af prófasti Skagfirðinga,
sjera Jóni Jónssyni í Hofstaðaþingum. Þá var biskupslaust fyrir
norðan land, Jón Teitsson dáinn, en Árni Þórarinsson enn eigi
kominn til stólsins. Upp frá því var hann aðstoðarprestur föður
síns, unz sjera Jón eldri andaðist (3. júlí 1795). Þá fjekk hann
veitingu fyrir Grundarþingum.
Haustið 1786 gekk hann að eiga Helgu, dóttur Tómasar prests
Skúlasonar, er um þær mundir flutti frá Saurbæ í Eyjafirði að
Grenjaðarstað, en móðir hennar var Álfheiður Einarsdóttir, systir
mag. Hálfdánar. Fyrst bjuggu þau hjón á Núpufelli, en fluttu síð-
an að Möðrufelli og voru þar rúm 40 ár, enda er sjera Jón venju-