Verði ljós - 01.04.1900, Blaðsíða 6

Verði ljós - 01.04.1900, Blaðsíða 6
54 vonina um upprisu til eilífs lífs og eilífrar sælu fyrir árnan Jesú Krists, þá vou vora, að „hann, sem uppvakti Jesúm Krist frá dauðum, muni og uppvekja oss fyrir sinn kraft“. Hversu oft og margsinnis höfðu lærisveinar Jesú heyrt liami tala um eilífa lífið og upprisuna til lífsins fyrir hvern þann, er á hann tryði, — og hversu rótfest var þessi von ekki orðin í hjörtum þeirra allra ! Vegna hennar yfirgáfu þeir hann ekki, þegar hann liafði flutt ræðuna miklu í Kaper- naum, sem mörgum þótti svo liörð, að þeir yfirgáfu Jesúm upp frá þeirri stundu (Jóh. G). Og siðasta kvöldið, sem haun var hjá þeira, liafði hann augljóslegar en nokkru sinni áður talað við þá um föðurhúsið með hinum mörgu liýbýlum, þar sem þeir ættu að fá að lifa eilíflega með honuin og föðurnum, sem hafði sent hann. En hvernig gátu þeir varð- veitt slíka von með krossinn á Golgata fyrir augum sér? Þar sem þeir ekki lengur gátu trúað á hann sem guðs son og frelsara mannanna, gátu þeir auðvitað ekki lieldur bygt neinar vonir um eilíft líf eða eilífa sælu á honum. En eins og trúin á liann sem guðs son uppreis í hjört- um þeirra með upprisu haus, þannig lifnaði og vonin um eilift líf í hjörtum þeirra fyrir hann frá sömu stundu. Hanu var sjálfur upprisinn frá dauðum,— hvaða ástæða var þá frajnar til þess að efast um, að þeir gætu einnig orðið hluttakaudi hins sama fyrir kraft þess guðs, er hafði uppvakið lianu frá dauðuin ? — Og þessa sömu von eigum vér kristnir menn fyrir upprisu Jesú Krists. Vér vitum það nú og getum lol’að guð fyrir, að vér eigum eilíft líf í vændum; vér eigum í hjörtum vor- um von sællar upprisu, ekki að eins fýrir sjálfa oss, lieldur einnig fyrir látna ástvini vora, sein hér í lífinu, þótt i veikleika væri, höfðu valið sór liið góða hlutskiftið. Vér getum nú bygt allar framtíðarvonir vorar í lifi og dauða á honuin, sem sagði hiu miklu orð: ,,Eg lifi og þér munuð lifa —“ því að hann hefir staðfest, sannleika þeirra með því að ganga lifandi út af gröf sinni „sem fruingróði allra hinna dánu“. Eu þegar vér nú vitum, að hin lifandi von kristins inauns felur í sór þetta þrent: von um frið og frelsi hjá guði í'öður á himnum, von um fulltingi og hjálp til að berjast trúarinnar góðu baráttu og von um eilíft líf og sælu jiegar baráttan er á enda og skeiðhlaupið runnið, — og vér svo minnuinst þess, að þessi þrefalda von er oss veitt fyrir upprisu Jesú, mundi þá ekki full ástæða til þess fyrir oss á fæðingar- degi hinnar lifandi vonar, að fórna höndum til himins og segja með postulanum: „Lofaður sé guð, faðir drottins vors Jesú Krists, sem fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum hefir, eftir mikilli miskunn sinni, endur- fætt oss til lifandi vonar —!“ II. Hvílíkt lofgjörðarefni það er fyrir oss, að vér erum endurfæddir til lifandi vonar, sjáum vór enn fremur, er vér virðum fyrir oss áhrif þessarar vonar á þá, er bera hana í brjósti sér.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.