Verði ljós - 01.01.1902, Side 18

Verði ljós - 01.01.1902, Side 18
14 að efliugu guðsríkis, að ytri og innri vexti þess í söfuuðunum, sem og að vera talsmenn tímabærra áhugamála. — Og þess þarfuast vor kirkja svo mjög. Vér megum sem só ekki ætla, að baráttan, sem vér eigum í, fari minkandi eftir þvi sem upplýsing og mentun kann að fara vax- andi. Þvert á móti. Vér megum ganga út frá því sem vissu að harð- ari — miklu harðári*verður barátta trúariuuar á tuttugustu öldinni en á hinni nítjándu. — Enginn efi er á, að óvinurinn vakir meðan vér sofum. — Þess vegna megurn vér ekki telja á oss ómak. Einskis megum vór láta ófreistað, sem líkindi eru til að mundi eíia vorn kristindóm. — Og meðan svo er, að vér erum, og margra orsaká vegna hljótum að vera annara eftirbátar í framtorunum, þá væri það óviturlegt að hafna þeim ráðum, sem annarstaðar liafa svo vel gefist, að trúarineðvitundin aðhyllist þau sem tímabærar og sjálfsagðar kristindómsframfarir. Guðsríkið hjá oss heimtar ekki síður eu annarstaðar áframhaldandi starfsemi, sífeldar orðræður og hugleiðingar um: hvernig vér eigum að starfa, hvernig vér eigum að vinna sálir fyrir guðsriki, hverjarfram- kvæmdir þurfi að verða af vorri hálfu, sem seu sigurvænlegar. — Eins og vér sáum, eins munum vér uppskera. Ef vér sjálfir ekki uppskerum ávöxt þess sem vór sáum, þá muuu aðrir gera það. Eg skal ekki leyna því, að eg skoða trúinálafundi, svo framarlega sem þeir kæmust á, eins og sáðtíma í vorn þjóðlega jarðveg, sem með drottins hjálp mundi bera blessuuarfullan ávöxt. En svo er annað mjög mikils um vert. Vér lærum að þekkja vora eigin krafta, vorn eigin vilja, vorn eigin áhuga. Hiugað til höfum vér legið sem í herbúðum. Það hefir jafnvel lítið verið um lieræíingar. Vér þekkjum ekki svo vel, hve duglegir vér mundum reynast, þegar á þarf að halda. Vopu — já alvæpni — höfum vér, sem áreiðanlega duga. En er það víst, að vór sóum þeim 1 klæddir. Það mun vera venja að vera léttvopnaður innan herbúða. Sem sagt, vér höfum átt hvíld og góða daga. Vér höfuin ekki þurft að fara uema út í kirkjuna, og oft — já oft ekki eiuu sinni það. Vér höfum lifað í friði. Það er ekki svo langt síðan, að vér fórum að hafa pata af þvi, að alt væri ekki ugglaust, — að óvinurinn væri uær en vér héldum, — gott ef ekki kominn í kirkjuna. — Enginn af oss mun efa, að ný barátta só fyrir hendi — að lengur dugi ekki, að komast ekki lengra en út í kirkjuna. Vér verðum að fara út i söfuuðiua, taka þá' máli og afla oss liðsmanna til að verka á hugsuuarháttinn. En á þessu æfum vór krafta vora, — lærum að beita guðs alvæpni, -— skiljum betur, hvers vór viðþurfum sem talsmenn lifandi kristindóms. —■ Vorir trúmálafuudir, þar sem öllum er boðið, viuum og óviuum, geta einnig orðið trúvarnarfundir, og heimatrúboðs-fuudir. En livern- ig svo sem þeir vera, hljótum vór að öðlast nýja trúarkrafta. Vór lær- uni betur að beita vopuuin vorum til sókuar og varnar, — vér lærum i

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.