Verði ljós - 01.01.1902, Page 20

Verði ljós - 01.01.1902, Page 20
16 sem vér höfum liaft frá því fyrst er séra Hafsteinn tók að snúast á móti oss, að hami væri að meira eða minna leyti bilaður á geðsmunum, og hin fáránlega framkoma lians gegu oss, eins og líka öllum öðrum, sem hann hofir þózt eiga sökótt við, hafi verið og sé honum að ein- hverju leyti ósjálfráð. Þar sé með öðrum orðum maður, sem ekki geti borið fullkomna ábyrgð á orðurn sínuin og gjörðum. Þótt vér ekki vissum það, var hanu vissulega kominn í þetta ástand áður en hann fluttist liingað vestur og réðst hér til prestskapar. Þegar ég sá æfi- sögu hans, sem liggur hér vestra í handriti eftir hann sjálfan, skrásetta af houum, þá er hann fyrrum var í Kaupmannahöfn, þá gekk ég að minsta kosti úr skugga um það, að i þessu ástandi hefði hann verið longi lengi meir eða minna. Og þá fanst mér það hljóta að vera rangt að eiga í nokkurri ritdeilu við hann, hvað sem hann kynni út úr sér að láta. Þess vegna höfum vér þagað og búumst við að þegja fram- vegis, hvað sera enn kann að koma úr þeirri átt. „Biðjið fyrir þeim, sem rógbera yður og ofsækja11, segir Jesús. Þetta er skylda vor, sér- staklega við þá menn, sem eins stendr á fyrir og séra Hafsteini. En sé enginn af oss svo vel kristinn, að fullnægt geti þeirri skyldu, þá ættum vér þó allir að geta gert eitt andspænis honum — það að þegja. En úr því ég kem með þessa yfirlýsing, finn ég, að skyldan býður mér að gera líka hór opinberlega þá játniug, að oss skjátlaðist stóruin í því, er vér forðum gjörðum hann að presti í kirkjufólagi þessu, og eins i því að taka trúanlegt sitthvað, sem hann, nýkominn hingað vestur, sagði af viðskiftum sínum við kirkjustjórnina á Islandi. Þegar óg var í Reykjavík sumarið 1889, rótt áður en haun lagði á stað hingað vestur, var hann talinn alheilbrigður maður. mg gæti, ef ég vildi, af- sakað mig með þessu, að því er prostvigslu hans snertir. En ég geri það ekki, heldur játa afdráttarlaust mína yfirsjón. Það, sem maður gerir rangt óafvitandi, er líka synd. Og slíkar syndir þurfa fyrirgefningar við, líka þó að menn verði að líða fyrir þær svo og svo mikið, eins og vér vitanlega höfum gert út af því að taka sóra Hafstein í samvinnu með oss hér“. Nýprentaðar eru: PRÉDIKANIR á öllum sunnu- og helgidögum kirkjuársins. Höf- undur: Helgi Hálfdánarson, lector theol. Búið hefir til prentunar sonur höfundarins Jón Helgason, prestaskólakennari. YIII -j- 495 bls. ístóru 8vo með mynd höfundarins. Verð : óinnbunduar 3 kr. 85 a., í skraut- bandi 5 kr. 50 a. og 6 kr. „Yerði l.jós!“ mánaðarrit fyrir kristindóm og kristiloganfróðleik. Kemur út einu sinni í mánuði. Verð 1 kr. 50 au. í Yesturhoimi GO cent. Borgist fyrir miðjan júli. Uppsögn verður að vera komin til útgefenda fyrir 1. október. „Sameiningin11, mánaðarrit liins ovang.-lút. kirkjufélags íslendinga i Voet- urhoimi. Ritstjóri: séra Jón Bjarnason. Stærð 12 arkir á ári. Verð hór á landi 2 kr. Fæst hjá bóksala S. Kristjánssyni og viðsvegar um land. Útgefendur: Jón Iíelgason, prestaskólakennari, og Haraldur Níelsson, kand. í guðfræði. Eeykjavlk. — Félagsprentsmiöjan.

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.