Verði ljós - 01.12.1902, Side 2
178
VERÐI LJÓS!
„Éiiisi ckkiI“.
Jólahugleiðing.
Þegaj- vér lesuni frásögu guðspjallanna um fæðing Jesú og
viðburði þá, er standa í sarnbandi við liana, verður ]iessi áminn-
ing aftur og ai'tur fyrir oss: „Ottist ekki!“ Við Sakarías segir
engillinn: „Ottastu ekki, bæn þín er heyrð“; við Maríu segir bann:
„Ottastu ekki, því að þú hefir fundið náð hjá Guði“; sömuleiðis við
Jósef: „Ottastu ekki, að taka heitmey þína þér fyrir konu“. Og loks
kveður sama áminningin við í ávarpi engilsins til birðanna hjá
Betlehem; „Óttist ekki, þvi að eg ílyt yður mikinn fögnuð, sem
veitast mun öllu fólki“.
Það er ekki tilviljun ein, að þessi áminning heyrist svo oft í
sambandi við þennan atburð, fæðing frelsarans, því að
þessi áminning stendur í mjög nánu sambandi við liann. Það er
ein af hinum dýrðlegu aíleiðingum af komu Jesú í heiminn,
að óttinn er tekinn burt frá öllum þeim er elska hann! Ott-
ist ekki! er frumtónn gjörvalls jólaboðskaparins, já, gjörvalls krist-
indómsins.
Þegar vér gætum að livað það er, sem fyrst af öllu veldur
óttanum í mannssálinni, verðum vér þess fljótt áskynja, að það er
s y n d i n, þessi leyndardómsfulla tilfinning fyrir því, að vera í ó-
samhljóðan við guðs vilja og vera orðinn sekur við guð. Þessi
syndar- og sektartilfinning er reyndar ekki horfin úr mannshjart-
anu við fæðing frelsarans; mildu fremur mætti segja, að hún væri
orðin miklu næmari fyrir hana. En sá er munurinn, að síðan
Jesús fæddist, hljómar af himni yfir mannanna börnum: Óttist ekki,
yðurer frelsari fæddur! Sá er í heiminn borinn, er getur losað
yður við hrelling syndarinnar, ef þér að eins viljið leyfa honum
að bera byrði syndarinnar fyrir yður. Sá er í heiminn borinn,
sem vill brjóta af yður blekki syndaánauðarinnar. Sá er í heim-
inn borinn, er hefir opnað hverri syndþjáðri sál hinmeskan, guð-
dómlegan föðurfaðm, þar sein þér getið fundið hvíld og frið sálum
yðar, ef þér iðrist og trúið. Lítum vér á trúarbrögð heiðingjanna,
sjáum vér fljótt, að það er ekki að ástæðulausu, er Páll postuli
nefnir þau grísku nafni, sem þýðir guðahræðsla, því að
hræðslan við guðina er höfuðeinkenni allra heiðinna trúarbragða.
En hve er þetta öðru vísi í hinni kristnu trú! Hér er hið barns-